Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2025 12:30 Inga Sæland skipaði fjóra flokksmenn í stjórn HMS. Vísir/Hjalti Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðin. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, hafa tengsl við Flokk fólksins. Sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Starfsmenn Flokks fólksins varamenn Fram kemur í 28. grein jafnréttislaga að við skipun í stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Nú eru 80 prósent stjórnarmanna HMS karlmenn. Ber þó að nefna að tveir varamenn, sem báðir eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins, eru konur. Jafnréttisstofa fer almennt yfir skipun stjórna einu sinni á ári og hefur ekki haft þetta mál til skoðunar. „En þegar það berast svona ábendingar þá vissulega óskum við eftir skýringum frá viðkomandi ráðherra og í þessu tilfelli munum við í kjölfar þessarar ábendingar óska eftir skýringum frá félagsmálaráðherra,“ segir Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Heimilt að víkja frá kröfunni ef hlutlægar ástæður liggja fyrir Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu áskorun um að endurskoða skipan í stjórnina, þar sem enginn hafi sérfræðiþekkingu á því sviði. Aðeins einn stjórnarmanna hefur tengingu við byggingariðnaðinn - það er Sigurður Tyrfingsson sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Heimilt er að víkja frá kröfu um jafna skipan kynjanna ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Ef það eru sérfræðingar í viðkomandi málaflokki sem eru skipaðir, það væri næg ástæða? „Sem dæmi, sem dæmi,“ segir Marta Lilja. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Inga hefði skipað fjóra karlmenn í stjórn HMS og að eina konan í stjórninni væri fulltrúi sveitarfélaganna. Það hefur verið leiðrétt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira