Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar 30. apríl 2025 13:30 Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun