Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 2. maí 2025 10:32 Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið ver eignir – en ekki fólk Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt. En nú blasir önnur mynd við: 18–20 fjölskyldur og einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík hafa hingað til verið útilokaðir frá sölu til félagsins. Þeir sitja enn eftir, með eignir sem enginn vill kaupa, með lántökur á bakinu, og í fullkominni óvissu. Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika. Ef Þórkatla kaupir ekki þessar eignir standa þessar fjölskyldur frammi fyrir raunverulegri gjaldþrotahættu. Mörg hafa þegar þurft að kaupa eða leigja aðra fasteign til að halda áfram lífinu utan Grindavíkur. Þau eru nú í þeirri stöðu að reka tvö heimili – eitt sem þau búa í utan Grindavíkur, og annað í Grindavík. Það er óviðráðanleg staða fyrir venjulegt fólk, þ.e. að reka tvö heimili. Sumir munu neyðast til að flytja aftur til Grindavíkur — ekki af eigin vilja, heldur vegna þess að þau hafa ekki fjárhagslega burði til að halda úti tveimur heimilum meðan þetta óvissuástand varir. Það var ákvörðun ríkisins að reisa varnargarða í kringum Grindavík. Sú ákvörðun var og er skiljanleg. Án varnargarða hefði hraun runnið yfir a.m.k. hluta bæjarins — og tjónið fallið undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þessar fjölskyldur og einstaklingar hefðu fengið tjón sitt bætt ef hraun hefði farið yfir íbúðir þeirra en vegna ákvarðana ríkisins eru húsin heil, en á sama tíma er varað við búsetu í Grindavík. Þessar fjölskyldur eru skildir eftir. Í millibilsástandi sem virðist engan enda ætla að taka. Á íbúafundi í Grindavík fyrir kosningarnar í nóvember 2024 lýstu öll þau stjórnmálaöfl sem nú sitja á Alþingi yfir því að þau myndu styðja að allir einstaklingar gætu selt húsnæði sitt til Þórkötlu. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda heldur pólitísk ábyrgð að standa við þau orð. Ég endurtek - öll stjórnmálaöfl á þingi lofuðu fyrir kosningar að Þórkatla myndi kaupa upp allar eignir einstaklinga til að verja fjárhag og velferð íbúa. Þórkatla hefur nú þegar þegar keypt eignir fyrir rúmlega 71 milljarð og ríkið varið 19 milljörðum í varnargarða. Kostnaður ríkisins af því að verja þessar 18-20 fjölskyldur er 1–1,5% kostnaðarins við aðgerð sem nú þegar hefur verið framkvæmd. Þ.e.a.s. ef allar velja að selja til Þórkötlu. Eftir alla þá fjármuni sem hafa verið settir í Þórkötlu og varnargarða er þá eðlilegt að skilja 18-20 fjölskyldur eftir? Nú er inn á þingi frumvarp um breytingar á lögum um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Markmið laganna er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræinga með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Nú er því tækifæri fyrir þingmenn til að standa við gefin loforð og breyta lögunum á þann hátt að þessar 18-20 fjölskyldur fái sama skjól og aðrir. Að Þórkatla fái að klára sitt verkefni að verja fjárhag og velferð allra íbúa í Grindavík. Hvergi á Íslandi eigum við að líða það að sumir sitji eftir vegna formsatriða eða pólitískra þreytu. Grindvíkingar hafa fundið samhug og stuðning þjóðarinnar en nú þarf að tryggja að engin verði skilin eftir. Hjálpum öllum Grindvíkingum! Höfundur er Grindvíkingur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun