Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 20:45 Íslenski Eurovision-hópurinn hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Skjáskot/Felix Bergsson Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi. Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Ferðin til Basel fór fram með millilendingu í Amsterdam. Með í för eru meðal annars Gunna Dís Emilsdóttir kynnir, Sylvía Lovetank búningahönnuður, Rúnar Freyr verkefnastjóri, Felix Bergsson fararstjóri, Selma Björnsdóttir listrænn stjórnandi og danshöfundurinn Baldvin Alan Thorarensen, auk fleiri lykilfólks í íslenska Eurovision-teyminu. View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) VÆB, sem samanstendur af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum, urðu landsþekktir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni RÚV í febrúar með laginu „Róa“. Lagið hefur náð miklum vinsældum og fór beint á topp íslenska vinsældalistans Tónlistinn. Þeir hafa einnig verið virkir á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Instagram og TikTok, þar sem þeir deila reglulega myndböndum og myndum frá undirbúningi sínum fyrir keppnina. View this post on Instagram A post shared by VÆB (@bara_vaeb) Fyrstir á svið í Basel Þrátt fyrir að veðbankar spái VÆB ekki áfram úr undankeppninni, eru þeir staðráðnir í að komast í úrslitakvöldið sem fer fram 17. maí. Þeir hafa gert breytingar á sviðsetningu sinni fyrir Basel, þar á meðal nýja búninga og uppfærða sviðsframkomu, í von um að heilla bæði áhorfendur og dómnefndir. Eurovision 2025 fer fram í Basel, Sviss, með undanúrslitum 13. og 15. maí og úrslitakvöldi 17. maí. Keppnin fer fram í St. Jakobshalle, sem tekur á móti þúsundum Eurovision-aðdáenda víðsvegar að úr heiminum. Ísland keppir í fyrri undanúrslitunum og mun VÆB opna keppnina með sínu kraftmikla lagi.
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Tengdar fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01 Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. 19. apríl 2025 07:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 15. apríl 2025 09:58