„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. maí 2025 12:22 Páll Pálsson fasteignasali segir þróunina á húsnæðismarkaðnum sorglega. vísir/vilhelm Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira