Lífið

Fyrsti opin­beri kossinn í þrí­tugs­af­mælinu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmlæli sínu í vikunni. Í tilefni þess birti hún fyrstu myndina af kærasta sínum Bradley Cooper á samfélagsmiðlum. Parið byrjaði saman árið 2023 en hefur haldið sambandinu utan sviðsljóssins.
Fyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmlæli sínu í vikunni. Í tilefni þess birti hún fyrstu myndina af kærasta sínum Bradley Cooper á samfélagsmiðlum. Parið byrjaði saman árið 2023 en hefur haldið sambandinu utan sviðsljóssins.

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsibrag í New York á dögunum. Á meðal gesta voru nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood, þar á meðal kærastinn hennar, leikarinn Bradley Cooper. Hadid deildi myndum úr veislunni á Instagram-síðu sinni.

Þetta var í fyrsta skipti sem Hadid deilir myndum af Cooper á samfélagsmiðlum, en á myndunum mátti meðal annars sjá Hadid og Cooper kyssast við stórglæsilega afmæliköku. Aðrir gestir voru leikkonan Zoë Kravitz, fyrirsætan Emily Ratajkowski og móðir Hadid, Yolanda Hadid, sem margir þekkja úr The Real Housewives of Beverly Hills.

Í færslunni lýsti Hadid þakklæti sínu fyrir fólkinu í lífi sínu: „Ég er svo heppin að vera móðir, vinkona, maki, systir, dóttir og samstarfsaðili magnaðra einstaklinga. Ég er svo heppin að fá stuðning og hvatningu frá ykkur öllum um allan heim, alla daga og á afmælisdaginn minn í síðustu viku. Ég skemmti mér konunglega, og það er sannarlega blessun að finna fyrir svona mikilli ást!“

Kynntust í barnaafmæli

Hadid og Cooper byrjuðu saman í lok ársins 2023 og hafa síðan þá reynt að halda því utan sviðsljóssins. Í viðtali við tímaritið Vogue í mars síðastliðnum ræddi Hadid í fyrsta sinn opinberlega frá sambandi henanr og Cooper. Þar sagði hún meðal annars frá því að þau hefðu kynnst á barnaafmæli hjá sameiginlegum vini.

Fyrstu sögusagnirnar spruttu upp í október sama ár þegar þau sáust saman á veitingastaðnum Via Carota í New York. Í janúar 2024 staðfestu þau samband sitt opinberlega með því að ganga hönd í hönd um götur London. Það kom því mörgum á óvart þegar Hadid rauf þögnina um ástina í umræddu viðtali við Vogue.

Hadid á fjögurra ára dóttur, Khai, með söngvaranum Zayn Malik, og Cooper á sjö ára dóttur, Leu, með fyrirsætunni Irinu Shayk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.