„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 22:46 Jóhann Þór er þjálfari Grindavíkur. Honum var heitt í hamsi eftir leik Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira