Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. maí 2025 07:31 Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun