Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:36 Á tímum þar sem óvissa, afmennskun, skautun og skrumskæling á öllu því sem við höfum álitið sjálfsagt – á því hvað er rétt og hvað rangt, hvað snýr upp og hvað niður – setja mark sitt á samfélagið, er mikilvægara en nokkru sinni að rifja upp og efla þau gildi sem tengja okkur saman sem manneskjur. Kærleikur – hlýja og ábyrgð Hvað er kærleikur? Hann getur birst sem hlýja og tengsl, við fjölskyldu og í vináttu, sem samkennd gagnvart ókunnugum, og sem óeigingjarn vilji til að styðja við velferð annarra – jafnvel þeirra sem við höfum aldrei hitt. Kærleikur er ekki aðeins tilfinning heldur val. Að velja að bregðast við með umhyggju, hlusta af virðingu og aðstoða án væntinga um endurgjald. Í samfélagi þar sem samkeppni og sjálfhverfa eru leiðandi öfl, getur kærleikurinn verið róttæk ákvörðun. Húmanismi – trúin á manneskjuna Húmanismi er heimspekileg og siðferðileg afstaða sem leggur áherslu á verðmæti manneskjunnar, sjálfstæða hugsun og samfélagslega ábyrgð. Hann byggir á þeirri trú að manneskjan hafi hæfileika og getu til að skapa betri heim – með því að nýta bæði meðfædda og lærða skynsemi sína, samvisku og samkennd. Húmanisminn hafnar þeirri hugmynd að við þurfum að lúta yfirnáttúrulegum öflum til að skilja siðferðileg gildi og hafa þau að leiðarljósi í lífi okkar. Húmanisminn leggur þess í stað áherslu á ábyrgð einstaklingsins – ekki aðeins gagnvart sjálfum sér heldur einnig öðru lífi og jörðinni sem við deilum. Í húmanisma felst gagnrýnin hugsun og virðing fyrir frelsi og mannréttindum. Hann krefst þess að við spyrjum: Hvað er gott líf? Hvernig getum við skapað samfélag þar sem öll fá tækifæri til að blómstra? Húmanisminn gengur út á það að virðing, réttlæti og samkennd séu ekki aðeins háleitar hugsjónir – heldur lífsnauðsynlegir þættir í sjálfbæru og mannvænu samfélagi. Samspil kærleika og húmanisma Þó kærleikurinn sé oft álitinn hjartans mál og húmanismi málsvari skynseminnar, eru þau ekki andstæður heldur samverkandi öfl. Kærleikurinn gefur húmanismanum hjarta, og húmanisminn veitir kærleikanum stefnu og samhengi. Húmaníski rithöfundurinn E. M. Forster er þekktur fyrir orð sín „Only connect! - Tengja, það er allt og sumt!“. Með því átti hann við tvennt: Annars vegar tenginguna á milli huga og hjarta, sem sé óhjákvæmileg til þess að komast að réttri niðurstöðu, og hins vegar tenginguna á milli fólks, á milli okkar allra, hvaðan sem við komum og hvert sem við ætlum. Hvað er trú – og getur húmanismi gegnt sama hlutverki? Frá örófi alda hefur mannkynið leitað svara við stóru spurningum lífsins: Af hverju erum við hér? Hvað er rétt og rangt? Hvað gerist eftir dauðann? Trú – í einni eða annarri mynd – hefur gjarnan hjálpað fólki við að finna svör í þessari leit. En hvað er trú í raun og veru, og er hægt að finna sama tilgang og siðferðisgrunn í veraldlegri heimsmynd á borð við húmanisma? Trú er oft skilin sem trú á guð eða einhverskonar yfirnáttúruleg fyrirbæri, en í víðari merkingu vísar hún til þess að hafa ákveðna heimsmynd sem gefur lífinu tilgang, leiðsögn og von. Trúarbrögð, eins og kristni eða íslam, byggja á trú á persónugerða æðri veru og fela í sér helgirit, siðalög og samfélag iðkenda. En slíkar kerfisbundnar trúarheildir eru ekki eina leiðin að merkingu eða siðferði. Húmanismi sem siðferðileg og veraldleg trú Húmanismi – þó til séu húmanistar af öllum trúarbrögðum, kristnum sem öðrum – hafnar í grunninn yfirnáttúrulegum útskýringum sem nauðsynlegum og leggur áherslu á mannlega skynsemi, reynslu og samkennd sem grunn að siðferði og samfélagi. Þannig þjónar húmanismi mörgum af þeim þörfum sem trúarbrögð uppfylla: Hann býður upp á heimsmynd, siðferðileg viðmið og samfélag. Bæði trúarbrögð og húmanismi reyna að svara sömu spurningunum, en með ólíkum aðferðum: Annars vegar með tilvísun í æðri mátt eða guðlega visku, hins vegar með upplýstri umræðu og virðingu fyrir gildi hverrar manneskju, skynsemi hennar, samkennd og getu til rökhugsunar. Trú, tilgangur og óvissa Í óvissuástandi – svo sem kreppu, náttúruhamförum eða persónulegum áföllum – hefur fólk tilhneigingu til að leita í heimsmynd sem veitir þeim öryggi, stöðugleika og huggun. Þetta á bæði við um hefðbundin trúarbrögð og veraldleg lífsskoðunarkerfi eins og húmanisma. Báðar leiðir geta veitt fólki tilgang, samfélag og mögulega einhverskonar innri ró. Trú sem boðberi samkenndar og siðferðis þarf þannig ekki að fela í sér guðstrú. Hún getur líka birst sem trú á manngildi, frelsi, vísindi og siðferðislega ábyrgð. Og kærleika. Húmanismi og önnur veraldleg lífsskoðunarkerfi bjóða ekki síður upp á siðferðilegan ramma og merkingu í lífinu – og gegna þannig sama grundvallarhlutverki og trúarbrögð hafa gegnt í gegnum aldirnar. Höfundur er formaður Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Trúmál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem óvissa, afmennskun, skautun og skrumskæling á öllu því sem við höfum álitið sjálfsagt – á því hvað er rétt og hvað rangt, hvað snýr upp og hvað niður – setja mark sitt á samfélagið, er mikilvægara en nokkru sinni að rifja upp og efla þau gildi sem tengja okkur saman sem manneskjur. Kærleikur – hlýja og ábyrgð Hvað er kærleikur? Hann getur birst sem hlýja og tengsl, við fjölskyldu og í vináttu, sem samkennd gagnvart ókunnugum, og sem óeigingjarn vilji til að styðja við velferð annarra – jafnvel þeirra sem við höfum aldrei hitt. Kærleikur er ekki aðeins tilfinning heldur val. Að velja að bregðast við með umhyggju, hlusta af virðingu og aðstoða án væntinga um endurgjald. Í samfélagi þar sem samkeppni og sjálfhverfa eru leiðandi öfl, getur kærleikurinn verið róttæk ákvörðun. Húmanismi – trúin á manneskjuna Húmanismi er heimspekileg og siðferðileg afstaða sem leggur áherslu á verðmæti manneskjunnar, sjálfstæða hugsun og samfélagslega ábyrgð. Hann byggir á þeirri trú að manneskjan hafi hæfileika og getu til að skapa betri heim – með því að nýta bæði meðfædda og lærða skynsemi sína, samvisku og samkennd. Húmanisminn hafnar þeirri hugmynd að við þurfum að lúta yfirnáttúrulegum öflum til að skilja siðferðileg gildi og hafa þau að leiðarljósi í lífi okkar. Húmanisminn leggur þess í stað áherslu á ábyrgð einstaklingsins – ekki aðeins gagnvart sjálfum sér heldur einnig öðru lífi og jörðinni sem við deilum. Í húmanisma felst gagnrýnin hugsun og virðing fyrir frelsi og mannréttindum. Hann krefst þess að við spyrjum: Hvað er gott líf? Hvernig getum við skapað samfélag þar sem öll fá tækifæri til að blómstra? Húmanisminn gengur út á það að virðing, réttlæti og samkennd séu ekki aðeins háleitar hugsjónir – heldur lífsnauðsynlegir þættir í sjálfbæru og mannvænu samfélagi. Samspil kærleika og húmanisma Þó kærleikurinn sé oft álitinn hjartans mál og húmanismi málsvari skynseminnar, eru þau ekki andstæður heldur samverkandi öfl. Kærleikurinn gefur húmanismanum hjarta, og húmanisminn veitir kærleikanum stefnu og samhengi. Húmaníski rithöfundurinn E. M. Forster er þekktur fyrir orð sín „Only connect! - Tengja, það er allt og sumt!“. Með því átti hann við tvennt: Annars vegar tenginguna á milli huga og hjarta, sem sé óhjákvæmileg til þess að komast að réttri niðurstöðu, og hins vegar tenginguna á milli fólks, á milli okkar allra, hvaðan sem við komum og hvert sem við ætlum. Hvað er trú – og getur húmanismi gegnt sama hlutverki? Frá örófi alda hefur mannkynið leitað svara við stóru spurningum lífsins: Af hverju erum við hér? Hvað er rétt og rangt? Hvað gerist eftir dauðann? Trú – í einni eða annarri mynd – hefur gjarnan hjálpað fólki við að finna svör í þessari leit. En hvað er trú í raun og veru, og er hægt að finna sama tilgang og siðferðisgrunn í veraldlegri heimsmynd á borð við húmanisma? Trú er oft skilin sem trú á guð eða einhverskonar yfirnáttúruleg fyrirbæri, en í víðari merkingu vísar hún til þess að hafa ákveðna heimsmynd sem gefur lífinu tilgang, leiðsögn og von. Trúarbrögð, eins og kristni eða íslam, byggja á trú á persónugerða æðri veru og fela í sér helgirit, siðalög og samfélag iðkenda. En slíkar kerfisbundnar trúarheildir eru ekki eina leiðin að merkingu eða siðferði. Húmanismi sem siðferðileg og veraldleg trú Húmanismi – þó til séu húmanistar af öllum trúarbrögðum, kristnum sem öðrum – hafnar í grunninn yfirnáttúrulegum útskýringum sem nauðsynlegum og leggur áherslu á mannlega skynsemi, reynslu og samkennd sem grunn að siðferði og samfélagi. Þannig þjónar húmanismi mörgum af þeim þörfum sem trúarbrögð uppfylla: Hann býður upp á heimsmynd, siðferðileg viðmið og samfélag. Bæði trúarbrögð og húmanismi reyna að svara sömu spurningunum, en með ólíkum aðferðum: Annars vegar með tilvísun í æðri mátt eða guðlega visku, hins vegar með upplýstri umræðu og virðingu fyrir gildi hverrar manneskju, skynsemi hennar, samkennd og getu til rökhugsunar. Trú, tilgangur og óvissa Í óvissuástandi – svo sem kreppu, náttúruhamförum eða persónulegum áföllum – hefur fólk tilhneigingu til að leita í heimsmynd sem veitir þeim öryggi, stöðugleika og huggun. Þetta á bæði við um hefðbundin trúarbrögð og veraldleg lífsskoðunarkerfi eins og húmanisma. Báðar leiðir geta veitt fólki tilgang, samfélag og mögulega einhverskonar innri ró. Trú sem boðberi samkenndar og siðferðis þarf þannig ekki að fela í sér guðstrú. Hún getur líka birst sem trú á manngildi, frelsi, vísindi og siðferðislega ábyrgð. Og kærleika. Húmanismi og önnur veraldleg lífsskoðunarkerfi bjóða ekki síður upp á siðferðilegan ramma og merkingu í lífinu – og gegna þannig sama grundvallarhlutverki og trúarbrögð hafa gegnt í gegnum aldirnar. Höfundur er formaður Siðmenntar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun