Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. maí 2025 22:15 Dagur segir að þegar stjórnvöld geti innheimt hærri veiðigjöld sé hægt að halda svo áfram að fjárfesta í innviðum og samgöngum. Vísir/Einar Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18