Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar 9. maí 2025 00:11 Samfélagstúlkun raddmála er sennilega algengasta túlkun í heimi og snýst um samtalstúlkun þar sem heyrandi innflytjendur, sem ekki tala þjóðartunguna (íslensku í okkar tilviki) og innlendir sérfræðingar og þjónustuaðilar þurfa að eiga nauðsynleg samskipti, til dæmis á heilsugæslum, hjá félagsþjónustum, á foreldrafundum skóla og svo framvegis. Tilgangur samfélagstúlkunar er að skapa skilning, að gera samtalið mögulegt. Samkvæmt íslenskum lögum er innflytjendum tryggð túlkun í ýmsum þjónustukerfum og má þar helst nefna dóms-, heilbrigðis-, félags- og menntakerfið. Hérlendis fer fram mjög mikil túlkun og ætla má að flest fólk sem starfar í þjónustu við almenning noti túlkaþjónustu, jafnvel oft á dag, alla daga. Það er tiltölulega nýtt ástand en það er eðlilegur þáttur í að samfélagið hefur þróast hratt frá því að vera mjög einsleitt í að vera fjölmenningarsamfélag þar sem hátt á annað hundrað tungumál eru töluð. Túlkun er erfitt starf og túlkar eru ekki gangandi orðabækur, eins og fólk virðist gjarnan halda. Túlkun krefst góðrar færni í tveimur tungumálum og mikillar þjálfunar. Fólk sem ekki hefur prófað að túlka á oft erfitt með að gera sér grein fyrir því hversu flókið ferli túlkun er, en það eru að minnsta kosti 8 mismunandi hugrænar aðgerðir fólgnar í túlkun og aldrei færri en tvær þeirra í gangi samtímis. „Heyrðu, þú talar pólsku, viltu ekki bara túlka fyrir mig?“ Hérlendis er gríðarlegur skortur á túlkum með menntun í túlkun, þó það hafi reyndar lagast nokkuð, sérstaklega síðan símenntunarstöðvarnar – að frumkvæði Mímis – hófu kennslu árið 2020. Þau námskeið eru stutt og þeim lýkur án prófs. Háskóli Íslands útskrifar samfélagstúlka úr 60 eininga námi á BA-stigi, þar sem túlkar öðlast aukna færni og fagmennsku, en aðsókn hefur litast af því að fyrirhöfnin skilar sér ekki endilega í formi fleiri eða betri verkefna eða hærri launa eftir útskrift. Þetta er mjög bagalegt því menntun er forsenda fagmennsku. Við ættum ekki að sætta okkur við neitt annað en háskólamenntaða túlka. Gerðar eru kröfur um fagmennsku opinberra starfsmanna. Læknir fær til dæmis ekki lækningaleyfi nema eftir um það bil áratugs langt háskólanám með mikilli verklegri þjálfun og ítrekuðum prófum. Hérlendis eru ekki gerðar kröfur um almenna menntun túlka – ekki stúdentspróf og ekki einu sinni grunnskólapróf – og ekki heldur um að þeir hafi menntun í túlkun sem fagi. Á okkur í alvöru að finnast ásættanlegt að það sem hinn hámenntaði læknir eða sérfræðingur hefur að segja hljómi kannski eins og hann viti varla sínu viti, af því að ekki er gerð krafa um að túlkurinn hans sé með menntun í sínu fagi? Hvers vegna er aðeins ætlast til þess að þjónustuveitendur séu menntaðir en ekki túlkarnir þeirra? Í mínum huga eru það misvísandi skilaboð um þá þjónustu sem opinberar stofnanir eiga að veita: er í lagi að eingöngu íslenskumælandi þjónustuþegum hins opinbera sé tryggð fagleg þjónusta en hjá öðrum (þ.e. innflytjendum) sé það tilviljun, bara heppni í túlkahappdrættinu? Ég mæli með að hérlendis verði, að erlendri fyrirmynd, komið á fót opinberri skrá yfir túlka sem hafa uppfyllt ákveðin hæfnisskilyrði og að hið opinbera taki stefnumótandi ákvörðun um að sætta sig ekki við að notaðir yrðu óskráðir og ómenntaðir túlkar, að túlkar með góða menntun yrðu látnir ganga fyrir um verkefni og þeir fengju umbun samkvæmt því. Við þurfum að ná í skottið á okkur Mig grunar að opinberar stofnanir hafi ekki alltaf fengið fjármagn til móts við aukna þörf fyrir túlkun. Ef svo er, hafa þær þurft að færa fjármuni frá eiginlegu lögbundna hlutverki sínu til að greiða kostnað við túlkun. Þetta þarf að leiðrétta svo hvorugt íþyngi hinu. Okkur ber skylda til að túlka, bæði samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Á meðan Íslendingar standa ekki margfalt betur að íslenskukennslu fyrir innflytjendur en gert er, er auk þess tómt mál að tala um að sleppa túlkun, eins og leikmenn hafa lagt til. Það væri að spara aurinn og henda krónunni, þar sem mistök vegna misskilnings í samskiptum á báða bóga geta verið óheyrilega kostnaðarsöm í krónum talið og valdið mikilli mannlegri þjáningu að óþörfu. Túlkun er ekki kostnaðarsöm ef hún er skoðuð í heildrænu samhengi. Íslenskt hagkerfi nýtur góðs af aðflutningi fólks og það er eðlilegt að hluti af þeim ágóða fari í að túlka fyrir þetta sama fólk. Það er í tísku árið 2025 að tala um innviðaskuld. Við erum langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar tölfræðilegt efni og gagnasöfnun um túlkun á Íslandi, varðandi lagasetningu, fyrirkomulag útboða og meðferð opinberra fjármuna, túlkaskrá, gæðastjórnun og gæðaeftirlit, kröfur um menntun túlka, tilboð um menntun til túlka, menntun þjónustuveitenda í vinnu með túlkum, hvað varðar réttindi túlka á vinnumarkaði og launamál þeirra – en þau eru ekki gagnsæ eins og er – og síðast en ekki síst hvað varðar rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Það vantar mælaborð og það vantar yfirsýn. Ráðuneyti óskast Mér finnst ég skynja á þjónustuveitendum að við séum að verða komin að ákveðnum þolmörkum, meðal annars vegna ofantalinna atriða, og að mál sé að taka heildstæða ábyrgð á fyrirkomulagi túlkunar hérlendis. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég skora á stjórnmálafólk að vinna fagmennsku í samfélagstúlkun á Íslandi brautargengi. Slíkt stuðlar að inngildingu íbúa af fjölbreyttum uppruna og árangursríkum samskiptum í okkar fjölmenningarlega nútímasamfélagi. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umfangi túlkunar undanfarin ár hefur mér vitanlega ekkert eitt ráðuneyti tekið ábyrgð á túlkun sem slíkri og haft forystu um að vinda upp slakann. Ég lýsi hér með eftir ráðuneyti sem tekur túlkunarmálin að sér af alvöru. Í því felst að ráða sérfræðinga á sviði túlkunarfræða til starfa í ráðuneytið til að móta faglega og heildræna stefnu Íslands um túlkunarmál byggða á þekkingu, að tryggja fjármagn til að framkvæma þá stefnu og fylgja henni eftir þar til staðan er orðin ásættanleg, einnig að viðhalda síðan ásættanlegu ástandi til frambúðar þannig að okkur sé sómi að. Þetta er ekki átaksverkefni með lokadagsetningu, því túlkunin er ekkert að fara. Höfundur kennir samfélagstúlkun við símenntunarstöðvar um land allt og við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun raddmála er sennilega algengasta túlkun í heimi og snýst um samtalstúlkun þar sem heyrandi innflytjendur, sem ekki tala þjóðartunguna (íslensku í okkar tilviki) og innlendir sérfræðingar og þjónustuaðilar þurfa að eiga nauðsynleg samskipti, til dæmis á heilsugæslum, hjá félagsþjónustum, á foreldrafundum skóla og svo framvegis. Tilgangur samfélagstúlkunar er að skapa skilning, að gera samtalið mögulegt. Samkvæmt íslenskum lögum er innflytjendum tryggð túlkun í ýmsum þjónustukerfum og má þar helst nefna dóms-, heilbrigðis-, félags- og menntakerfið. Hérlendis fer fram mjög mikil túlkun og ætla má að flest fólk sem starfar í þjónustu við almenning noti túlkaþjónustu, jafnvel oft á dag, alla daga. Það er tiltölulega nýtt ástand en það er eðlilegur þáttur í að samfélagið hefur þróast hratt frá því að vera mjög einsleitt í að vera fjölmenningarsamfélag þar sem hátt á annað hundrað tungumál eru töluð. Túlkun er erfitt starf og túlkar eru ekki gangandi orðabækur, eins og fólk virðist gjarnan halda. Túlkun krefst góðrar færni í tveimur tungumálum og mikillar þjálfunar. Fólk sem ekki hefur prófað að túlka á oft erfitt með að gera sér grein fyrir því hversu flókið ferli túlkun er, en það eru að minnsta kosti 8 mismunandi hugrænar aðgerðir fólgnar í túlkun og aldrei færri en tvær þeirra í gangi samtímis. „Heyrðu, þú talar pólsku, viltu ekki bara túlka fyrir mig?“ Hérlendis er gríðarlegur skortur á túlkum með menntun í túlkun, þó það hafi reyndar lagast nokkuð, sérstaklega síðan símenntunarstöðvarnar – að frumkvæði Mímis – hófu kennslu árið 2020. Þau námskeið eru stutt og þeim lýkur án prófs. Háskóli Íslands útskrifar samfélagstúlka úr 60 eininga námi á BA-stigi, þar sem túlkar öðlast aukna færni og fagmennsku, en aðsókn hefur litast af því að fyrirhöfnin skilar sér ekki endilega í formi fleiri eða betri verkefna eða hærri launa eftir útskrift. Þetta er mjög bagalegt því menntun er forsenda fagmennsku. Við ættum ekki að sætta okkur við neitt annað en háskólamenntaða túlka. Gerðar eru kröfur um fagmennsku opinberra starfsmanna. Læknir fær til dæmis ekki lækningaleyfi nema eftir um það bil áratugs langt háskólanám með mikilli verklegri þjálfun og ítrekuðum prófum. Hérlendis eru ekki gerðar kröfur um almenna menntun túlka – ekki stúdentspróf og ekki einu sinni grunnskólapróf – og ekki heldur um að þeir hafi menntun í túlkun sem fagi. Á okkur í alvöru að finnast ásættanlegt að það sem hinn hámenntaði læknir eða sérfræðingur hefur að segja hljómi kannski eins og hann viti varla sínu viti, af því að ekki er gerð krafa um að túlkurinn hans sé með menntun í sínu fagi? Hvers vegna er aðeins ætlast til þess að þjónustuveitendur séu menntaðir en ekki túlkarnir þeirra? Í mínum huga eru það misvísandi skilaboð um þá þjónustu sem opinberar stofnanir eiga að veita: er í lagi að eingöngu íslenskumælandi þjónustuþegum hins opinbera sé tryggð fagleg þjónusta en hjá öðrum (þ.e. innflytjendum) sé það tilviljun, bara heppni í túlkahappdrættinu? Ég mæli með að hérlendis verði, að erlendri fyrirmynd, komið á fót opinberri skrá yfir túlka sem hafa uppfyllt ákveðin hæfnisskilyrði og að hið opinbera taki stefnumótandi ákvörðun um að sætta sig ekki við að notaðir yrðu óskráðir og ómenntaðir túlkar, að túlkar með góða menntun yrðu látnir ganga fyrir um verkefni og þeir fengju umbun samkvæmt því. Við þurfum að ná í skottið á okkur Mig grunar að opinberar stofnanir hafi ekki alltaf fengið fjármagn til móts við aukna þörf fyrir túlkun. Ef svo er, hafa þær þurft að færa fjármuni frá eiginlegu lögbundna hlutverki sínu til að greiða kostnað við túlkun. Þetta þarf að leiðrétta svo hvorugt íþyngi hinu. Okkur ber skylda til að túlka, bæði samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum. Á meðan Íslendingar standa ekki margfalt betur að íslenskukennslu fyrir innflytjendur en gert er, er auk þess tómt mál að tala um að sleppa túlkun, eins og leikmenn hafa lagt til. Það væri að spara aurinn og henda krónunni, þar sem mistök vegna misskilnings í samskiptum á báða bóga geta verið óheyrilega kostnaðarsöm í krónum talið og valdið mikilli mannlegri þjáningu að óþörfu. Túlkun er ekki kostnaðarsöm ef hún er skoðuð í heildrænu samhengi. Íslenskt hagkerfi nýtur góðs af aðflutningi fólks og það er eðlilegt að hluti af þeim ágóða fari í að túlka fyrir þetta sama fólk. Það er í tísku árið 2025 að tala um innviðaskuld. Við erum langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar tölfræðilegt efni og gagnasöfnun um túlkun á Íslandi, varðandi lagasetningu, fyrirkomulag útboða og meðferð opinberra fjármuna, túlkaskrá, gæðastjórnun og gæðaeftirlit, kröfur um menntun túlka, tilboð um menntun til túlka, menntun þjónustuveitenda í vinnu með túlkum, hvað varðar réttindi túlka á vinnumarkaði og launamál þeirra – en þau eru ekki gagnsæ eins og er – og síðast en ekki síst hvað varðar rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Það vantar mælaborð og það vantar yfirsýn. Ráðuneyti óskast Mér finnst ég skynja á þjónustuveitendum að við séum að verða komin að ákveðnum þolmörkum, meðal annars vegna ofantalinna atriða, og að mál sé að taka heildstæða ábyrgð á fyrirkomulagi túlkunar hérlendis. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég skora á stjórnmálafólk að vinna fagmennsku í samfélagstúlkun á Íslandi brautargengi. Slíkt stuðlar að inngildingu íbúa af fjölbreyttum uppruna og árangursríkum samskiptum í okkar fjölmenningarlega nútímasamfélagi. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umfangi túlkunar undanfarin ár hefur mér vitanlega ekkert eitt ráðuneyti tekið ábyrgð á túlkun sem slíkri og haft forystu um að vinda upp slakann. Ég lýsi hér með eftir ráðuneyti sem tekur túlkunarmálin að sér af alvöru. Í því felst að ráða sérfræðinga á sviði túlkunarfræða til starfa í ráðuneytið til að móta faglega og heildræna stefnu Íslands um túlkunarmál byggða á þekkingu, að tryggja fjármagn til að framkvæma þá stefnu og fylgja henni eftir þar til staðan er orðin ásættanleg, einnig að viðhalda síðan ásættanlegu ástandi til frambúðar þannig að okkur sé sómi að. Þetta er ekki átaksverkefni með lokadagsetningu, því túlkunin er ekkert að fara. Höfundur kennir samfélagstúlkun við símenntunarstöðvar um land allt og við Háskóla Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun