Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2025 09:10 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar segir óhjákvæmilegt að skipulögð brotastarfsemi eins og þekkist á Norðurlöndum muni koma til Íslands. vísir/vilhelm Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“ Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Í nýju viðtali hlaðvarpsins Ein Pæling en í samtali við Þórarinn Hjartarson lýsir Grímur yfir áhyggjum af vaxandi afbrotaþróun sem hann segir hafa breiðst út frá Svíþjóð og nú til annarra nágrannaríkja. „Sænskir afbrotamenn eru að nota mikið unga krakka eða ungt fólk til að fremja afbrot,“ segir Grímur. Hann útskýrir að þetta sé gert til að komast hjá þyngri refsingum, enda séu dómar yfir ungmennum vægari. Nú standi Norðurlöndin öll frammi fyrir þessum nýja veruleika. „Þessi sænski veruleiki, hann hefur verið að færast til hinna Norðurlandanna. Fyrst Danmörk, svo Noregur og Finnland. Þau hafa öll fundið verulega fyrir þessum sænska veruleika.“ Menn keyptir til að fremja tiltekin brot Grímur segir þessar breytingar hafa orðið vegna þess að glæpamenn nýti sér landamæralaust samstarf innan Evrópu. „Þetta er það sem Europol kallar „crime service“ og það eru keyptir einhverjir til að fremja tiltekin brot.“ Spurður hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessa þróun hér á landi telur hann það ólíklegt. „Jafnvel þó við sem eyja norður í hafi, þá er auðvelt að komast hingað og Norðurlandabúar geta komið hér á þess að þurfa neina sérstaka heimild. Allir íbúar Shengen-svæðisins geta komist hingað án þess.“ Bendir hann einnig á að á Íslandi sé þessi þróun farin að gera vart um sig. „Á Íslandi höfum við dæmi þar sem þetta tengist, einhver svona afbrot með tengsl til Svíþjóðar og til hinna Norðurlandanna. Það er ekki að mjög mikið um það en það eru dæmi um það.“ Uggvænleg þróun en óumflýjanleg Þó svo að Grímur telji þróunina óumflýjanlega upp að vissu marki segir hann að hægt sé að draga úr áhrifunum með aðgerðum. „Ég held að við náum ekki að koma í veg fyrir það að við færumst nær þeim veruleika sem er á Norðurlöndunum, en við getum hins vegar reynt að koma málum þannig fyrir að við hægjum á því og sköpum betra ástand hér heldur en þar.“ Grímur telur þessa uggvænlegu þróunin fyrirsjáanlega: Við getum sagt, ens og stundum er varðandi Ísland og hin Norðurlöndin, að það eru einhver ár sem líða og þá er veruleikinn orðinn svipaður hér og annars staðar.“
Lögreglan Alþingi Hlaðvörp Viðreisn Danmörk Svíþjóð Noregur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira