Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 11:04 Marteinn Guðmundsson vill gera dagforeldrakerfið skilvirkara. Aðsend Nýr dagforeldravefur hefur litið dagsins ljós. Hann heitir Dagnanna.is og er búinn til af nýbökuðum föður sem sá hvað dagforeldraferlið allt er óskilvirkt og ákvað að taka málin í eigin hendur. Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“ Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira