Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar í morgun og norska ríkisútvarpið NRK greinir frá en það var Norwegian sem lagði til að lánið yrði endurgreitt með þessum hætti.
Til viðbótar við hluti í fyrirtækinu fær ríkið einnig um helming lánsins endurgreitt, en það hljóðaði upp á 1,2 milljarða norskra króna, eða sem nemur rúmum 15 milljörðum íslenskra króna.
„Við erum afar ánægð með þessi viðskipti, þetta eru mjög góð viðskipti fyrir Norwegian. Og við erum mjög ánægð með samstarfið með ríkinu í gegnum tíðina,“ er haft eftir Hans-Jørgen Wibstad, fjármálastjóra Norwegian, í frétt NRK.
Afhending hlutanna skal fara fram eigi síðar en þann 27. maí samkvæmt skilmálum skuldabréfanna að því er segir í tilkynningunni til Kauphallarinnar í Osló.