Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. maí 2025 07:36 Scott Bessent, til vinstri, ræðir við blaðamenn í Sviss þar sem Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa setið alla helgina við samningagerð. Martial Trezzini/Keystone via AP Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana. Þetta þýðir að næstu þrjá mánuðina hið minnsta verða tollar á vörur frá Kína sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna þrjátíu prósent en ekki 145 prósent eins og staðan var orðin í tollastríðinu. Bandarískar vörur sem fluttar eru til Kína munu þá bera um tíu prósenta toll en Kínverjar höfðu brugðist við tollahækkunum Donalds Trump forseta með því að hækka tolla á bandarískar vöruru upp í 125 prósent. Fentanyl-tollurinn enn í gildi Í raun komust samninganefndirnar í Sviss að þeirri niðurstöðu að lækka tollana jafnmikið, þannig að tíu prósenta tollur yrði á innflutning til beggja landa. Ástæðan fyrir því að tollur á kínverskar vörur til Bandaríkjanna er enn þrjátíu prósent er hinsvegar sú, að Donald Trump forseti hafið sett sérstakan „Fentanyl-toll“ á Kínverjar, til þess að fá þá til að hemja útflutning á verkjalyfinu Fentanyl til Bandaríkjanna. Sá tollur hefur ekki verið lækkaður og var ekki til umræðu í Sviss. Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna greindi frá innihaldi samningsins í morgun í Sviss og sagði að viðræður helgarinnar hafi einkennst af virðingu og samvinnu á milli ríkjanna. Bessent gaf einnig til kynna, að sögn The Guardian, að frekari samningar séu í burðarliðnum um að Kínverjar kaupi bandarískar vörur í auknum mæli, sem gæti orðið til þess að tryggja meiri viðskiptajöfnuð á milli ríkjanna tveggja. Bandaríkin Kína Efnahagsmál Tengdar fréttir Hækkanir á Asíumörkuðum Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims. 12. maí 2025 06:46 Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Kínverskir embættismenn hafa sífellt meiri áhyggjur af áhrifum tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á hagkerfi þeirra. Einnig hafa þeir áhyggjur af aukinni einangrun þeirra á alþjóðasviðinu þar sem viðskiptafélagar þeirra eiga í viðræðum við Bandaríkjamenn. 11. maí 2025 16:54 Bretar fyrstir til að semja við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði. 8. maí 2025 16:05 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þetta þýðir að næstu þrjá mánuðina hið minnsta verða tollar á vörur frá Kína sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna þrjátíu prósent en ekki 145 prósent eins og staðan var orðin í tollastríðinu. Bandarískar vörur sem fluttar eru til Kína munu þá bera um tíu prósenta toll en Kínverjar höfðu brugðist við tollahækkunum Donalds Trump forseta með því að hækka tolla á bandarískar vöruru upp í 125 prósent. Fentanyl-tollurinn enn í gildi Í raun komust samninganefndirnar í Sviss að þeirri niðurstöðu að lækka tollana jafnmikið, þannig að tíu prósenta tollur yrði á innflutning til beggja landa. Ástæðan fyrir því að tollur á kínverskar vörur til Bandaríkjanna er enn þrjátíu prósent er hinsvegar sú, að Donald Trump forseti hafið sett sérstakan „Fentanyl-toll“ á Kínverjar, til þess að fá þá til að hemja útflutning á verkjalyfinu Fentanyl til Bandaríkjanna. Sá tollur hefur ekki verið lækkaður og var ekki til umræðu í Sviss. Scott Bessent fjármálaráðherra Bandaríkjanna greindi frá innihaldi samningsins í morgun í Sviss og sagði að viðræður helgarinnar hafi einkennst af virðingu og samvinnu á milli ríkjanna. Bessent gaf einnig til kynna, að sögn The Guardian, að frekari samningar séu í burðarliðnum um að Kínverjar kaupi bandarískar vörur í auknum mæli, sem gæti orðið til þess að tryggja meiri viðskiptajöfnuð á milli ríkjanna tveggja.
Bandaríkin Kína Efnahagsmál Tengdar fréttir Hækkanir á Asíumörkuðum Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims. 12. maí 2025 06:46 Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Kínverskir embættismenn hafa sífellt meiri áhyggjur af áhrifum tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á hagkerfi þeirra. Einnig hafa þeir áhyggjur af aukinni einangrun þeirra á alþjóðasviðinu þar sem viðskiptafélagar þeirra eiga í viðræðum við Bandaríkjamenn. 11. maí 2025 16:54 Bretar fyrstir til að semja við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði. 8. maí 2025 16:05 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hækkanir á Asíumörkuðum Nokkrar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt en svo virðist sem fjárfestar bindi vonir við að samningaviðræður Bandaríkjanna og Kína um tolla og innflutning muni skila árangri og lægja ófriðaröldurnar sem dunið hafa á fjármálakerfum heims. 12. maí 2025 06:46
Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Kínverskir embættismenn hafa sífellt meiri áhyggjur af áhrifum tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á hagkerfi þeirra. Einnig hafa þeir áhyggjur af aukinni einangrun þeirra á alþjóðasviðinu þar sem viðskiptafélagar þeirra eiga í viðræðum við Bandaríkjamenn. 11. maí 2025 16:54
Bretar fyrstir til að semja við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði. 8. maí 2025 16:05