Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar 13. maí 2025 10:00 Nýlega opnaði bakarí við Háteigsveg í Reykjavík á jarðhæð húss sem hafði staðið ónotuð í lengri tíma. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en það vekur áhuga að opnunin verður nokkrum árum eftir að lokið var við mjög stórt húsnæðisverkefni í grenndinni sem kennt er við Einholt/Þverholt. Þar voru fyrir úreltar iðnaðarbyggingar látnar víkja fyrir hátt í 300 íbúðum sem skipulagðar voru sem 4-5 hæða randbyggð utan um aflangan inngarð frá norðri til suðurs. Fyrir vikið búa nú í neðanverðu Holtahverfinu líklega um og yfir 600 íbúum meira en fyrir, eða sem nemur íbúafjölda Eyrarbakka. Og það skiptir sköpum fyrir lítil bakarí að hafa slíkan kúnnahóp í grenndinni til að tryggja að reksturinn gangi upp. Hverfið allt hagnast líka. Dæmisögurnar eru fleiri í þessu hverfi um ný þjónustufyrirtæki sem tóku til starfa sem afleiðing af þéttingu byggðar, bæði á þessum reit sem og öðrum reitum í nágrenninu. Ávinningurinn fyrir sveitarfélagið af verkefninu við Einholt/Þverholt er t.d. að ekki þurfti að leggja nýjar götur eða lagnir í jörðu vegna uppbyggingarinnar. Ekki þurfti að búa til nýjar eða lengja strætóleiðir til að þjónusta það heldur frekar efla það sem fyrir er. Hefði þessari byggð verið fundinn staður á jaðri borgarinnar hefði allt þetta þurft til, og íbúarnir líklega víðs fjarri þeirri nærþjónustu sem það annars hefur í seilingarfjarlægð, og getur nálgast án þess að þurfa að setjast inn í bíl í hvert sinn sem það þarf að reka sín erindi. Einholt/Þverholt er sömuleiðis nærri mörgum stórum atvinnusvæðum í göngu- og hjólafjarlægð og býður þannig upp á valkost um samgöngur sem hverfi fjarri atvinnusvæðum geta tæpast gert. Og fleiri punkta um gagnsemi þéttingar byggðar má týna til, þótt staldrað verði við hér. Vitanlega eru tvær hliðar á peningnum. Starfsemin sem var fyrir við Einholt/Þverholt hvarf ekki, heldur fann sér nýjan stað fjær borgarmiðjunni. En þá á lóðum og í byggingum sem hentaði þeirra starfsemi betur en áður. Og því hefur vitanlega fylgt gatnagerð og almenningssamgöngur. En það er betra og eðlilegra að starfsemi sem þarf hlutfallslega mikið land, og sem getur verið truflandi, raðist á jaðarinn og íbúðarbyggð, sem almennt nýtir land sitt vel, sem næst miðjunni. Þetta er t.d. það sem drífur áfram uppbygginguna við Ártúnshöfða, sem nú er farin af stað. Í dag er unnið eftir áætlun um að höfuðborgarsvæðið byggist upp innan svonefndra vaxtarmarka, sem hafa það að markmiði að beina landnotkun sem nýtir land sitt vel, jafnt íbúðabyggð og þrifalega atvinnubyggð, inn á við en landfrekri starfsemi á jaðrana. Eftir fremstra megni sé reynt að blanda íbúðarbyggð við slíka atvinnubyggð til að draga sem mest úr ferðalögum fólks um langar leiðir til og frá vinnu, en það ýtir undir það að fólk velji bílinn frekar en aðra ferðamáta. Til að styðja við það sem best er samhliða byggð upp Borgarlína, sérrými fyrir almenningsvagna sem líkjast sporvögnum en eru þó á gúmmídekkjum. Sérrýmið gerir að verkum að hægt er að bjóða upp á tíðni ferða þannig að ætíð sé von á næsta vagni stuttu síðar eftir að hafa misst af þeim fyrri fyrir óheppni. Það verður bylting í þjónustu almenningssamgangna, þegar það kerfi nær fullri virkni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið eftir þessari áætlun síðustu árin og þéttingarverkefnin orðin mjög mörg. Bæði verkefni sem hafa orðið að veruleika og önnur sem eru enn bara í undirbúningi. Það er því kannski ekki von en að sums staðar hafi hlutirnir ekki gengið upp eins og best verður á kosið. Krafan um hraða afgreiðslu og uppbyggingu eftir hið mikla fólksfjölgunartímabil síðustu ára hefur vitanlega ekki hjálpað til. Í Suður-Mjódd var hluti fjölbýlishúss skipulagður með íbúðir þar sem megin íverurými snéru að útvegg stórbyggingar undir vörudreifingu og kjötvinnslu. Það er óheppileg útkoma, hvar svo sem sökin liggur. Dæmið frá Suður-Mjódd hefur mikið verið nýtt í vetur til að strá fræjum efasemda hvernig staðið er að þróun byggðar undanfarið, jafnvel um að þétt borgarbyggð sé ekki rétta leiðin fram á við. Önnur dæmi, þar sem e.t.v. skortir á ákveðin lágmarksgæði, hafa verið týnd til þessu til stuðnings. Einkum er pólitísk undirrót þarna á ferð, en líka málefnaleg gagnrýni fagaðila. En á meðan það má vel taka undir sitthvað sem gagnrýnt hefur verið er vert að benda á hin fjöldamörgu verkefni sem teljast hafa heppnast með stakri prýði á síðustu árum og eru, góðu heilli, mun fleiri en hin. Það er hægt að nota þau sem efnivið til grundvallar nýjum verkefnum og jafnvel endurskoða eitthvað af því sem er í undirbúningi til að tryggja góða útkomu. En að setja góð áform til hliðar og hefja hugmyndafræði 20. aldar upp aftur, með þungum fókus á útþenslu byggðar og hreyfanleika að mestu bundinn við aðgengi að einkabíl væri afturför og vonandi eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur að gerist á ný. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega opnaði bakarí við Háteigsveg í Reykjavík á jarðhæð húss sem hafði staðið ónotuð í lengri tíma. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en það vekur áhuga að opnunin verður nokkrum árum eftir að lokið var við mjög stórt húsnæðisverkefni í grenndinni sem kennt er við Einholt/Þverholt. Þar voru fyrir úreltar iðnaðarbyggingar látnar víkja fyrir hátt í 300 íbúðum sem skipulagðar voru sem 4-5 hæða randbyggð utan um aflangan inngarð frá norðri til suðurs. Fyrir vikið búa nú í neðanverðu Holtahverfinu líklega um og yfir 600 íbúum meira en fyrir, eða sem nemur íbúafjölda Eyrarbakka. Og það skiptir sköpum fyrir lítil bakarí að hafa slíkan kúnnahóp í grenndinni til að tryggja að reksturinn gangi upp. Hverfið allt hagnast líka. Dæmisögurnar eru fleiri í þessu hverfi um ný þjónustufyrirtæki sem tóku til starfa sem afleiðing af þéttingu byggðar, bæði á þessum reit sem og öðrum reitum í nágrenninu. Ávinningurinn fyrir sveitarfélagið af verkefninu við Einholt/Þverholt er t.d. að ekki þurfti að leggja nýjar götur eða lagnir í jörðu vegna uppbyggingarinnar. Ekki þurfti að búa til nýjar eða lengja strætóleiðir til að þjónusta það heldur frekar efla það sem fyrir er. Hefði þessari byggð verið fundinn staður á jaðri borgarinnar hefði allt þetta þurft til, og íbúarnir líklega víðs fjarri þeirri nærþjónustu sem það annars hefur í seilingarfjarlægð, og getur nálgast án þess að þurfa að setjast inn í bíl í hvert sinn sem það þarf að reka sín erindi. Einholt/Þverholt er sömuleiðis nærri mörgum stórum atvinnusvæðum í göngu- og hjólafjarlægð og býður þannig upp á valkost um samgöngur sem hverfi fjarri atvinnusvæðum geta tæpast gert. Og fleiri punkta um gagnsemi þéttingar byggðar má týna til, þótt staldrað verði við hér. Vitanlega eru tvær hliðar á peningnum. Starfsemin sem var fyrir við Einholt/Þverholt hvarf ekki, heldur fann sér nýjan stað fjær borgarmiðjunni. En þá á lóðum og í byggingum sem hentaði þeirra starfsemi betur en áður. Og því hefur vitanlega fylgt gatnagerð og almenningssamgöngur. En það er betra og eðlilegra að starfsemi sem þarf hlutfallslega mikið land, og sem getur verið truflandi, raðist á jaðarinn og íbúðarbyggð, sem almennt nýtir land sitt vel, sem næst miðjunni. Þetta er t.d. það sem drífur áfram uppbygginguna við Ártúnshöfða, sem nú er farin af stað. Í dag er unnið eftir áætlun um að höfuðborgarsvæðið byggist upp innan svonefndra vaxtarmarka, sem hafa það að markmiði að beina landnotkun sem nýtir land sitt vel, jafnt íbúðabyggð og þrifalega atvinnubyggð, inn á við en landfrekri starfsemi á jaðrana. Eftir fremstra megni sé reynt að blanda íbúðarbyggð við slíka atvinnubyggð til að draga sem mest úr ferðalögum fólks um langar leiðir til og frá vinnu, en það ýtir undir það að fólk velji bílinn frekar en aðra ferðamáta. Til að styðja við það sem best er samhliða byggð upp Borgarlína, sérrými fyrir almenningsvagna sem líkjast sporvögnum en eru þó á gúmmídekkjum. Sérrýmið gerir að verkum að hægt er að bjóða upp á tíðni ferða þannig að ætíð sé von á næsta vagni stuttu síðar eftir að hafa misst af þeim fyrri fyrir óheppni. Það verður bylting í þjónustu almenningssamgangna, þegar það kerfi nær fullri virkni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið eftir þessari áætlun síðustu árin og þéttingarverkefnin orðin mjög mörg. Bæði verkefni sem hafa orðið að veruleika og önnur sem eru enn bara í undirbúningi. Það er því kannski ekki von en að sums staðar hafi hlutirnir ekki gengið upp eins og best verður á kosið. Krafan um hraða afgreiðslu og uppbyggingu eftir hið mikla fólksfjölgunartímabil síðustu ára hefur vitanlega ekki hjálpað til. Í Suður-Mjódd var hluti fjölbýlishúss skipulagður með íbúðir þar sem megin íverurými snéru að útvegg stórbyggingar undir vörudreifingu og kjötvinnslu. Það er óheppileg útkoma, hvar svo sem sökin liggur. Dæmið frá Suður-Mjódd hefur mikið verið nýtt í vetur til að strá fræjum efasemda hvernig staðið er að þróun byggðar undanfarið, jafnvel um að þétt borgarbyggð sé ekki rétta leiðin fram á við. Önnur dæmi, þar sem e.t.v. skortir á ákveðin lágmarksgæði, hafa verið týnd til þessu til stuðnings. Einkum er pólitísk undirrót þarna á ferð, en líka málefnaleg gagnrýni fagaðila. En á meðan það má vel taka undir sitthvað sem gagnrýnt hefur verið er vert að benda á hin fjöldamörgu verkefni sem teljast hafa heppnast með stakri prýði á síðustu árum og eru, góðu heilli, mun fleiri en hin. Það er hægt að nota þau sem efnivið til grundvallar nýjum verkefnum og jafnvel endurskoða eitthvað af því sem er í undirbúningi til að tryggja góða útkomu. En að setja góð áform til hliðar og hefja hugmyndafræði 20. aldar upp aftur, með þungum fókus á útþenslu byggðar og hreyfanleika að mestu bundinn við aðgengi að einkabíl væri afturför og vonandi eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur að gerist á ný. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun