Körfubolti

Tatum með slitna hásin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var strax ljóst að meiðslin væru alvarleg.
Það var strax ljóst að meiðslin væru alvarleg. Danielle Parhizkaran/Getty Images

Jayson Tatum, skærasta stjarna ríkjandi meistara í Boston Celtics, verður ekki meira með á þessari leiktíð og ólíklegt er að hann spili mikið á næstu leiktíð. Hann þarf að fara í aðgerð þar sem hann er með slitna hásin.

Hinn 27 ára gamli Tatum meiddist í fjórða leik Boston og New York Knicks í undanúrslitum austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Nú hefur verið staðfest að hann hafi slitið hásin í hægri fæti.

Tatum átti frábæran leik þangað til hann meiddist í fjórða leikhluta. Hann skoraði 42 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Það dugði ekki til þar sem Boston tapaði leiknum og er nú aðeins einum tapleik frá því að vera úr leik.

Boston hefur ekki gefið út hvenær það má búast við að Tatum snúi aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×