Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 14. maí 2025 16:02 Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Sjá meira
Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun