Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2025 07:30 Nokkrum klukkustundum eftir framlengdan oddaleik sem tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta var fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir mætt til að sinna sinni vinnu sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International. Vísir/Samsett mynd „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel. Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“ Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“
Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira