Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 16:23 Frá kynningu Warner Bros. Discovery í New York í dag. Getty/Dimitrios Kambouris Streymisveitan Max, sem hét áður HBO Max, hefur fengið nýtt nafn. Hún heitir nú aftur HBO Max. Upprunalega hét streymisveitan HBO Now. Þegar Warner Bros. Discovery varð til árið 2020 fékk hún nafnið HBO Max en árið 2023 var sú ákvörðun tekin að breyta nafninu í Max. Mörgum þótti það hin undarlegasta ákvörðun, þar sem HBO hefur um árabil verið vörumerki sem notendur tengja við hágæða sjónvarpsefni. Tilkynnt var í dag að nokkur skref yrðu tekin afturábak og að gamla nafnið yrði hið nýja. What is dead may never die. HBO Max coming this summer. Same app, new-ish name. pic.twitter.com/XVQSby8qjE— HBO Max (@hbomax) May 14, 2025 Í frétt Wall Street Journal segir að streymisveitan hafi farið rólega af stað, með tilliti til notendafjölda, en áskrifendum hafi fjölgað nokkuð á undanförnu áru. Það hafi gerst samhliða aukinni áherslu á efni fyrir fullorðna eins og The Last of Us og Hacks. Streymisveitan sýnir einnig House of the Dragon og marga aðra þætti. Í enda síðasta árs voru áskrifendur orðnir 117 milljónir og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að þeir verði orðnir 150 milljónir í lok næsta árs. WSJ hefur eftir David Zaslav, yfirmanni Warner, að umræða um nafn streymisveitunnar hafi ávallt átt sér stað innan veggja fyrirtækisins og innan geirans eins og hann leggur sig, með tilliti til þess hve gott vörumerkið HBO hefur lengi verið. HBO Max er aðgengilegt víða um Evrópu. Meðal annars í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Streymisveitan er hins vegar ekki aðgengileg á Íslandi enn sem komið er. V2 approved by legal. pic.twitter.com/uUhH3RU4T6— Max (@StreamOnMax) May 14, 2025 Explaining to my friends I work at HBO Max again. pic.twitter.com/NSJFrNXrm3— Max (@StreamOnMax) May 14, 2025 Bíó og sjónvarp Streymisveitur Tengdar fréttir Streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ sameinast Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina. 15. mars 2022 12:35 House of Dragon slær áhorfsmet hjá HBO Þættirnir House of the Dragon virðast fara gífurlega vel af stað og hafa þættirnir þegar slegið nokkur áhorfsmet hjá HBO. Fyrsti þáttur HOD braut frumsýningarmet fyrirtækisins bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. 25. ágúst 2022 18:55 Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Mörgum þótti það hin undarlegasta ákvörðun, þar sem HBO hefur um árabil verið vörumerki sem notendur tengja við hágæða sjónvarpsefni. Tilkynnt var í dag að nokkur skref yrðu tekin afturábak og að gamla nafnið yrði hið nýja. What is dead may never die. HBO Max coming this summer. Same app, new-ish name. pic.twitter.com/XVQSby8qjE— HBO Max (@hbomax) May 14, 2025 Í frétt Wall Street Journal segir að streymisveitan hafi farið rólega af stað, með tilliti til notendafjölda, en áskrifendum hafi fjölgað nokkuð á undanförnu áru. Það hafi gerst samhliða aukinni áherslu á efni fyrir fullorðna eins og The Last of Us og Hacks. Streymisveitan sýnir einnig House of the Dragon og marga aðra þætti. Í enda síðasta árs voru áskrifendur orðnir 117 milljónir og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að þeir verði orðnir 150 milljónir í lok næsta árs. WSJ hefur eftir David Zaslav, yfirmanni Warner, að umræða um nafn streymisveitunnar hafi ávallt átt sér stað innan veggja fyrirtækisins og innan geirans eins og hann leggur sig, með tilliti til þess hve gott vörumerkið HBO hefur lengi verið. HBO Max er aðgengilegt víða um Evrópu. Meðal annars í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Streymisveitan er hins vegar ekki aðgengileg á Íslandi enn sem komið er. V2 approved by legal. pic.twitter.com/uUhH3RU4T6— Max (@StreamOnMax) May 14, 2025 Explaining to my friends I work at HBO Max again. pic.twitter.com/NSJFrNXrm3— Max (@StreamOnMax) May 14, 2025
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Tengdar fréttir Streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ sameinast Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina. 15. mars 2022 12:35 House of Dragon slær áhorfsmet hjá HBO Þættirnir House of the Dragon virðast fara gífurlega vel af stað og hafa þættirnir þegar slegið nokkur áhorfsmet hjá HBO. Fyrsti þáttur HOD braut frumsýningarmet fyrirtækisins bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. 25. ágúst 2022 18:55 Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ sameinast Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina. 15. mars 2022 12:35
House of Dragon slær áhorfsmet hjá HBO Þættirnir House of the Dragon virðast fara gífurlega vel af stað og hafa þættirnir þegar slegið nokkur áhorfsmet hjá HBO. Fyrsti þáttur HOD braut frumsýningarmet fyrirtækisins bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. 25. ágúst 2022 18:55
Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22. febrúar 2022 09:26