Mörgum þótti það hin undarlegasta ákvörðun, þar sem HBO hefur um árabil verið vörumerki sem notendur tengja við hágæða sjónvarpsefni.
Tilkynnt var í dag að nokkur skref yrðu tekin afturábak og að gamla nafnið yrði hið nýja.
What is dead may never die. HBO Max coming this summer. Same app, new-ish name. pic.twitter.com/XVQSby8qjE
— HBO Max (@hbomax) May 14, 2025
Í frétt Wall Street Journal segir að streymisveitan hafi farið rólega af stað, með tilliti til notendafjölda, en áskrifendum hafi fjölgað nokkuð á undanförnu áru. Það hafi gerst samhliða aukinni áherslu á efni fyrir fullorðna eins og The Last of Us og Hacks. Streymisveitan sýnir einnig House of the Dragon og marga aðra þætti.
Í enda síðasta árs voru áskrifendur orðnir 117 milljónir og áætla forsvarsmenn fyrirtækisins að þeir verði orðnir 150 milljónir í lok næsta árs.
WSJ hefur eftir David Zaslav, yfirmanni Warner, að umræða um nafn streymisveitunnar hafi ávallt átt sér stað innan veggja fyrirtækisins og innan geirans eins og hann leggur sig, með tilliti til þess hve gott vörumerkið HBO hefur lengi verið.
HBO Max er aðgengilegt víða um Evrópu. Meðal annars í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Streymisveitan er hins vegar ekki aðgengileg á Íslandi enn sem komið er.
V2 approved by legal. pic.twitter.com/uUhH3RU4T6
— Max (@StreamOnMax) May 14, 2025
Explaining to my friends I work at HBO Max again. pic.twitter.com/NSJFrNXrm3
— Max (@StreamOnMax) May 14, 2025