Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2025 06:52 Myndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom. Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom.
Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira