Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 13:03 Frá rauða dreglinum í Cannes í gær þar sem Tom Cruise spókaði sig, meðal annarra. AP/Millie Turner Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137. Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög. Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Hann var nýverið sakaður um að hafa brotið á þremur konum en átti að ganga rauða dregilinn með samstarfsmönnum sínum í Cannes í kvöld. Deadline hefur eftir frönskum miðlum að Thierry Frémaux, stjórnandi Cannes, hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hann fékk veður af því að konurnar þrjár hefðu sakað Navarro-Mussy um nauðgun og andlegt- og líkamlegt ofbeldi, frá árunum 2018, 2019 og 2020. Ákærurnar gegn honum voru felldar niður í síðasta mánuði en konurnar hafa lýst því yfir að þær muni höfða einkamál gegn honum, samkvæmt Hollywood Reporter. Frémaux er sagður hafa tekið þessa ákvörðun í samráði með framleiðendum Dossier 137. Frémaux réttlætir ákvörðun sína með því að segja að málið gegn Navarro-Mussy sé enn yfirstandandi og að bannið verði fellt úr gildi verði hann fundinn saklaus. Þessi nýja regla er sérstaklega til komin vegna ásakan gegn franska leikaranum Théo Navarro-Mussy.Getty/Stephane Cardinale - Corbis Engin nekt heldur Fyrr í vikunni lýstu forsvarsmenn Cannes því yfir að nekt væri einnig bönnuð á rauða dreglinum, og á öðrum viðburðum sem tengjast kvikmyndahátíðinni. AP fréttaveitan segir að nekt hafi ávallt verið litin hornauga á Cannes en nú hafi banni formlega verið bætt við reglurnar vegna ítrekaðra viðburða þar sem fólk sýnir nekt. Er meðal annars vísað til Biöncu Censori á Grammy verðlaununum. Sjá einnig: Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Talsmenn Cannes segja reglunum ekki ætlað að hafa of mikil áhrif á klæðaburð fólks. Eingöngu að banna fulla nekt á rauða dreglinum í samræmi við áherslur hátíðarinnar og frönsk lög.
Kvikmyndahátíðin í Cannes Bíó og sjónvarp Hollywood Frakkland Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira