Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 14:51 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna en fær þó full laun í ár í viðbót. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37