Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 21:53 Davíð segir sánuferðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líkamann og hjartað. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð. Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð.
Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira