Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 23:12 Yval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár með laginu A New Day Will Rise. Getty/Jens Büttner Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50
Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42