Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 10:32 Grindvíkingar sem gert hafa hollvinasamning við Þórkötlu fá að gista í gömlu húsunum sínum í sumar. Vísir/Vilhelm Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira