Húsið keyptu þau af hjónunum Hannesi Hilmarssyni, einum af eigendum flugfélagsins Atlanta, og Guðrúnu Þráinsdóttur, sem settu húsið fyrst á sölu í júní í fyrra, en þá var ásett verð 450 milljónir króna.
Sjá: Selur húsið í Garðabæ eftir kaupin á glæsihúsi Ingu Lindar

Um er að ræða 386 fermetra einbýlishús á þremur pöllum með mikilli lofthæð. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Ívari Erni Guðmunssyni arkitekt.
Utanhússklæðningar hússins setja sterkan svip á aðkomuna, en hvítir veggir, timburklæðning og glæsilegar náttúrulegar steinflísar skapa fallega heildarmynd bæði í innri og ytri rýmum. Timbur og steinflísar prýða veggi á yfirbyggðri 65 fermetra suðurverönd til vinstri við inngang, þar sem er vönduð, innbyggð grillaðstaða og glæsilegur útiarin. Steinflísarnar flæða inn í forstofu og eftir gangi, þar sem veggir eru flísalagðir þvert í gegnum húsið og tengja þannig saman innra og ytra rými.

