Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2025 13:36 Atvik málsins áttu sér stað við Hvaleyrarvatn. Vísir/Arnar Ungur maður, á átjánda aldursári, var ásamt vinum sínum við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði um hálftíuleytið í gær áður en hann varð fyrir ofbeldi af hálfu ósakhæfs pilts. Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“ Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“
Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira