Nýr meirihluti komi ekki til greina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. maí 2025 12:14 Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. aðsend Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“ Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Meirihluti Ísafjarðarbæjar féll á þriðjudag eftir að Þorbjörn H. Jóhannesson sem var hjá Í-listanum ákvað að hætta að styðja meirihlutann. Ástæðuna sagði Þorbjörn vera framkomu sumra starfsmanna listans í hans garð. Þorbjörn hafði þá verið í meirihlutanum í aðeins þrjá mánuði en hann tók við sæti í bæjarstjórn af Örnu Láru Jónsdóttur, þáverandi bæjarstjóra, sem tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna í lok nóvember. Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ, segir góðan anda vera til staðar þrátt fyrir væringar vikunnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að missa Þorbjörn en það er mjög góður samstarfsandi bæði innan meirihlutans og við hina flokkana.“ Í-listinn var áður með eins manns meirihluta í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru í minnihluta. Gylfi segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður. „Í bæjarstjórn verður meirihlutinn óbreyttur en það liggur fyrir svona munnlegt samkomulag um að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu styðja núverandi meirihluta. Það verða einhverjar smávægilegar stólabreytingar í kringum það. Stóru embættin verða þó óbreytt. Formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn verður sá sami.“ Stefnuyfirlýsing bæjarstjórnar verður því sú sama næsta árið fram að sveitastjórnarkosningum og starfsemin mun að mestu ganga sinn vanagang. „Það er þannig að það hefur verið mjög góður samhljómur í bæjarstjórninni síðustu þrjú ár. Við höfum vissulega verið að vinna eftir stefnuyfirlýsingu Í-listans en við höfum komið til móts við óskir, hugmyndir og ábendingar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Þetta hefur gengið bara mjög vel og mun halda áfram að ganga mjög vel.“
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira