Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 07:06 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki sáttur með framferði Pútín Rússlandsforseta og segist íhuga refsiaðgerðir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni. Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni.
Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira