Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar 27. maí 2025 10:01 Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Eldri borgarar Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í maímánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun. Menn eru misánægðir eða óánægðir með útkomuna. Það er all margir sem fá endurgreitt en það eru miklu fleiri sem þurfa að endurgreiða eða um 67% þeirra sem hafa greiðslur frá TR vegna ársins 2024 en voru 78% vegna fyrra árs. Ástæða fyrir endurgreiðslukröfu er aðalega vegna fjármagnstekna eða um 73%. Svo kemur söluhagnaður og arður. En þarf það að vera þannig að TR sé að senda tæplega 30.000 manns póst um að þau hafi fengið of mikið greitt? Í desember ár hvert er sendur póstur á alla með uppfærðri tekjuáætlun fyrir næsta ár og er ætlast til að menn skoði póstinn og geri breytingar á áætlunni ef þeim finnst hún ekki passa við tekjur og eignir. En er fólk að gera þetta? Samkvæmt upplýsingum sem ég hef séð eru aðeins 15% þeirra sem eru á greiðslulista TR að senda inn nýja tekjuáætlun. Um 5% skoða póstinn og gera ekki breytingar en 80% virðast ekki opna póstinn sinn og vita þá ekki hvað er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi í tekjur á næsta ári. Er eðlilegt að 4 af hverjum 5 skoði ekki póstinn sinn og renni þannig blint í sjóinn með tekjur næstu 12 mánaða? Að mínu mati er þetta stórt vandamál og ef menn væru meira vakandi þá væri hægt að fækka póstunum um endurkröfur og koma í veg fyrir heil mikil leiðindi sem af þessu hljótast. Landsamband eldri borgara sendi á öll aðildarfélög sín í desember sl., erindi um að hvetja sína félaga til að skoða póstinn frá TR og uppfæra tekjuáætlun sína. En það virðist ekki hafa borið mikinn árangur. En svo er stóra spurningin: Er viðunandi að fólk sem á eðlilegan sparnað eftir 40-50 ár á vinnumarkaði þurfi að sæta skerðingum á grunnlífeyri vegna fjármagnstekna. Það er ekki verið að tala um þá sem eiga háar upphæðir heldur varasjóð sem hægt er að grípa í ef illa árar eða upp koma vandamál t.d. vegna veikinda og/eða andláts. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er ákvæði um að tekið verði upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna. LEB mun vinna ötullega að því að stjórnvöld standi við þessa setningu í sáttmálanum ásamt því að berjast fyrir öllum þeim þörfu málum sem eru þar skrifuð. En allt tal um skerðingar og ósanngirni, þá eru um 5.000 manns sem einvörðungu eru með grunnlífeyri eða falla undir frítekjumörkin og í áðurnefndum sáttmála er tilgreint að gripið verði til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun. Ágæta ríkistjórn, það eru semsagt 5.000 eldri borgarar sem eru langt undir eðlilegri framfærslu og þurfa hjálp strax. Einnig eru um 15.000 eldri borgarar undir lágmarkslaunum. Þetta gengur ekki lengur og Landsamband eldri borgara mun beita öllum þeim ráðum sem það hefur til að hreinlega bjarga þessum hópi úr klóm fátæktar. Hver var það sem sagði að það ætti að útrýma fátækt á Íslandi? Nú er tækifærið standið við stóru orðin. Munið að það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Höfundur er formaður LEB.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun