Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. maí 2025 07:00 Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar