Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar 29. maí 2025 17:33 Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Dýr Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun