Verður það að vera Ísrael? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 07:02 Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar