Hin 32 ára gamla Earps spilar í dag fyrir París Saint-Germain og hefur undnafarin misseri verið aðalmarkvörður enska landsliðsins. Var hún það til að mynda þegar Wiegman stýrði liðinu til sigurs á Evrópumótinu sumarið 2022 og þegar það komst í úrslit HM ári síðar.
Earps hafði hins vegar misst markmannsstöðuna í landsliðinu og ákvað í kjölfarið að hætta með landsliðinu. Tímasetningin kemur á óvart þar sem það styttist í Evrópumótið sem fram fer í Sviss í næsta mánuði.
„Ég er virkilega vonsvikin og sorgmædd yfir því að hún sé ekki hluti af liðinu, af því ég vildi hafa hana í liðinu mínu.“
„Þetta hlýtur að hafa verið virkilega erfið ákvörðun fyrir hana, eins og það var fyrir okkur. Auðvitað hafa átt sér stað samræður okkar á milli, ég vil þó ekki opinbera hvað fór þar fram. Þær eru á milli okkar.“
„Hún veit að ég vil hafa hana í liðinu.“
Alls lék Earps 53 A-landsleiki fyrir England á ferli sínum. Þá lék hún 28 leiki fyrir yngri landslið Englands. Næstu leikir Englands eru gegn Portúgal í Þjóðadeildinni á morgun og svo gegn Spáni á þriðjudag, þann 3. júní.