Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. maí 2025 20:37 Þorgerður Katrín og David Lammy fóru í þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem flogið var meðal annars yfir Grindavík. Vísir/Elín Utanríkisráðherra Bretlands heimsótti Ísland í dag og fundaði með íslenska utanríkisráðherranum. Til umræðu voru samstarf ríkjanna, skuggaflotar Rússa og hungursneyð í Gasa en einnig skoðunarferð um aðstöðu NATO á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er mikilvægur aðili að NATO. Hér í Keflavík er þýðingarmikil tengistöð og hér fer fram ómetanleg samhæfingarstarfsemi allra NATO-aðila. Við erum afar þakklát fyrir hlutverk Íslands hvað þetta varðar. Um þessar mundir er mikil spenna á norðurhveli og sérstaklega á norðurskautssvæðinu. Ég er hingað kominn til að ræða þessi mál og auka samstrafið við Ísland á næstu misserum,“ segir David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands. Er heimsókn Lammy fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Bretlands til Íslands í rúmlega tuttugu ár. Ráðherrann kom til landsins eftir ferðalag til Noregs og Svalbarða þar sem hann kynnti sér málefni norðurslóða. „Við ætlum að fara í það að dýpka okkar samstarf enn frekar og um leið gefa merki um það að líkt þenkjandi þjóðir sem standa vörð um sömu gildi sem að snerta lýðræði, frelsi, mannréttindi í sinni víðustu merkingu að við erum að standa saman og látum ekki sundra okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Beita sér sérstaklega gegn skuggaflota Rússa „Við fórum yfir Úkraínu, við fórum líka yfir Gasa, við fórum yfir Atlantshafssambandið. Það er að segja Bandaríkin og Evrópu og það er að mörgu að hyggja,“ segir Þorgerður. Rússneskir skuggaflotar voru meðal annars til umræðu á fundi ráðherranna. „Við sjáum að Rússland notar skuggaflota sinn á þessum hafsvæðum og af þeim sökum höfum við Bretar beitt refsiaðgerðum gegn rúmlega 250 rússneskum skipum og tökum 1,6 milljarða úr umferð. Við munum halda áfram samstarfinu við Ísland og það gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða til hjálpar Úkraínu,“ segir Lammy. „Ég geri mér grein fyrir að hér á Íslandi eru skiptar skoðanir um öryggis- og varnarmál og ég veit að Ísland mun áfram gegna mikilvægu hlutverki sínu sem við kunnum gríðarlega að meta sökum þýðingarmikillar staðsetningar Íslands.“ Þorgerður Katrín segir Íslendinga hafa tekið þátt í öllum þeim viðskiptaþvingunum sem varða rússneska skuggaflota. „Við erum, og ég hef sagt alveg skýrt, bæði sem utanríkisráðherra og líka sem varnarmálaráðherra að við munum skoða alla möguleika til þess að styrkja Evrópu í baráttu sinni við Rússa. Ekkert útilokað í þeim efnum.“ Sammála um hryllilegt ástand á Gasa Átök milli Ísraela og Hamas voru einnig til umræðu auk ástandsins á Gasaströndinni vegna átakanna. „Það sem við vorum sammála um er að framfæri Ísraelsmanna gagnvart fólkinu á Gasa er óbærilegt og það er ekki hægt að standa hjá og gera ekkert í því,“ segir Þorgerður. „Við höfum kallað eftir vopnahléi í marga mánuði. Að sjá börn vera hungruð og svelta hefur verið hryllingur þessar síðustu vikur. Við verðum að koma aftur á vopnahléi,“ segir Lammy. „Eina leiðin til að leysa úr þessu er á pólitískan og diplómatískan hátt og þar mun Bretland spila sitt hlutverk.“ Hins vegar voru viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til umræðu heldur mikilvægi þess að auka þrýsting á yfirvöld þar af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Til að mynda það kom til álita að stoppa vopnaflutning til Ísrael á meðan þeir hleypi ekki að mannúðaraðstoð. Með því að beita hungri fyrir sig sem vopni, það er stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum,“ segir Þorgerður. Hún segist sjálf hafa kallað eftir því að yfirlýsingar nægi ekki heldur þurfi að fara í aðgerðir gegn Ísrael. „Mitt ákall hefur líka verið að það þýðir ekki að vera bara með yfirlýsingar, það verða að vera aðgerðir. Við Íslendingar erum tilbúnir að taka þátt ef farið verður í frekari viðskiptaþvinganir ef það verður til þess að koma mannúaðaraðstoð á svæðið.“ Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Íslandsvinir Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
„Ísland er mikilvægur aðili að NATO. Hér í Keflavík er þýðingarmikil tengistöð og hér fer fram ómetanleg samhæfingarstarfsemi allra NATO-aðila. Við erum afar þakklát fyrir hlutverk Íslands hvað þetta varðar. Um þessar mundir er mikil spenna á norðurhveli og sérstaklega á norðurskautssvæðinu. Ég er hingað kominn til að ræða þessi mál og auka samstrafið við Ísland á næstu misserum,“ segir David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands. Er heimsókn Lammy fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Bretlands til Íslands í rúmlega tuttugu ár. Ráðherrann kom til landsins eftir ferðalag til Noregs og Svalbarða þar sem hann kynnti sér málefni norðurslóða. „Við ætlum að fara í það að dýpka okkar samstarf enn frekar og um leið gefa merki um það að líkt þenkjandi þjóðir sem standa vörð um sömu gildi sem að snerta lýðræði, frelsi, mannréttindi í sinni víðustu merkingu að við erum að standa saman og látum ekki sundra okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Beita sér sérstaklega gegn skuggaflota Rússa „Við fórum yfir Úkraínu, við fórum líka yfir Gasa, við fórum yfir Atlantshafssambandið. Það er að segja Bandaríkin og Evrópu og það er að mörgu að hyggja,“ segir Þorgerður. Rússneskir skuggaflotar voru meðal annars til umræðu á fundi ráðherranna. „Við sjáum að Rússland notar skuggaflota sinn á þessum hafsvæðum og af þeim sökum höfum við Bretar beitt refsiaðgerðum gegn rúmlega 250 rússneskum skipum og tökum 1,6 milljarða úr umferð. Við munum halda áfram samstarfinu við Ísland og það gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða til hjálpar Úkraínu,“ segir Lammy. „Ég geri mér grein fyrir að hér á Íslandi eru skiptar skoðanir um öryggis- og varnarmál og ég veit að Ísland mun áfram gegna mikilvægu hlutverki sínu sem við kunnum gríðarlega að meta sökum þýðingarmikillar staðsetningar Íslands.“ Þorgerður Katrín segir Íslendinga hafa tekið þátt í öllum þeim viðskiptaþvingunum sem varða rússneska skuggaflota. „Við erum, og ég hef sagt alveg skýrt, bæði sem utanríkisráðherra og líka sem varnarmálaráðherra að við munum skoða alla möguleika til þess að styrkja Evrópu í baráttu sinni við Rússa. Ekkert útilokað í þeim efnum.“ Sammála um hryllilegt ástand á Gasa Átök milli Ísraela og Hamas voru einnig til umræðu auk ástandsins á Gasaströndinni vegna átakanna. „Það sem við vorum sammála um er að framfæri Ísraelsmanna gagnvart fólkinu á Gasa er óbærilegt og það er ekki hægt að standa hjá og gera ekkert í því,“ segir Þorgerður. „Við höfum kallað eftir vopnahléi í marga mánuði. Að sjá börn vera hungruð og svelta hefur verið hryllingur þessar síðustu vikur. Við verðum að koma aftur á vopnahléi,“ segir Lammy. „Eina leiðin til að leysa úr þessu er á pólitískan og diplómatískan hátt og þar mun Bretland spila sitt hlutverk.“ Hins vegar voru viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til umræðu heldur mikilvægi þess að auka þrýsting á yfirvöld þar af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Til að mynda það kom til álita að stoppa vopnaflutning til Ísrael á meðan þeir hleypi ekki að mannúðaraðstoð. Með því að beita hungri fyrir sig sem vopni, það er stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum,“ segir Þorgerður. Hún segist sjálf hafa kallað eftir því að yfirlýsingar nægi ekki heldur þurfi að fara í aðgerðir gegn Ísrael. „Mitt ákall hefur líka verið að það þýðir ekki að vera bara með yfirlýsingar, það verða að vera aðgerðir. Við Íslendingar erum tilbúnir að taka þátt ef farið verður í frekari viðskiptaþvinganir ef það verður til þess að koma mannúaðaraðstoð á svæðið.“
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Íslandsvinir Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira