Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Bjarki Sigurðsson skrifar 30. maí 2025 21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Garðabæjarlistann. Stöð 2 Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda segir bæjarfulltrúi í Garðabæ. Málið megi ekki vera feimnismál, því ætli þjóðin að fjölga sér verði að gera róttækar breytingar á ýmsum kerfum, en halda í rétt kvenna. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg. Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og um allan heim. Á Íslandi er hún 1,56 börn á konu, það lægsta í sögunni. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið þarf frjósemi að vera um 2,1 barn á konu. Þingmaður Miðflokksins hefur sagt að til að snúa þróuninni verði að skoða leiðir eins og breyta fyrirkomulagi fæðingarorlofs, endurskipuleggja leikskólamál og skattaafslætti foreldra. Þá hefur úti í heimi verið rætt að takmarka þurfi fjölda innflytjenda til að mæta vandamálinu. Því eru alls ekki allir sammála og vilja einhverjir meina að þjóðernissinnar noti lækkandi fæðingartíðni til að réttlæta það að vísa fólki af erlendum uppruna úr landi. „Það er þannig að þegar menntunarstig kvenna eykst, þegar aðgangur að getnaðarvörnum eykst. Þá fækkar börnum á hverja fjölskyldu. Við þurfum innflytjendur til að halda uppi samfélaginu okkar og það sem við þurfum að gera er að sjá til þess að þeir vilji vera hluti af samfélaginu okkar, taka vel á móti þeim. Samhliða því að bæta allt þetta umhverfi fyrir börn og fjölskyldur til að það sé spennandi tilhugsun að eiga kannski fleiri en tvö börn,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Hún ritaði á dögunum færslu um lækkandi fæðingartíðni, sem vakti mikla athygli. Þar segir hún málið snúast um frelsi kvenna til að velja hvenær og hvort þær vilji eignast börn. Vilji fólk að konur eignist fleiri börn, þurfi samfélagið að taka breytingum svo það sé einfaldara. Þó að málið sé viðkvæmt, verði að geta rætt það. „Við megum ekki gleyma því að konur voru í raun og veru í hálfgerðri ánauð barneigna hérna um aldir. Það er öðruvísi veruleiki í dag og við þurfum að takast á við hann. En við gerum það ekki með yfirborðskenndum hvatningum til fólks um að eignast bara fleiri börn. Þetta er meira en að segja það. Hvert og eitt barn er kraftaverk, við viljum geta tekið ótrúlega vel á móti þeim og ég held að foreldrar geri þær kröfur til sín líka,“ segir Þorbjörg.
Frjósemi Alþingi Miðflokkurinn Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Mannfjöldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira