„Við viljum leggja okkar af mörkum til að foreldrarnir geti fengið svigrúm til að syrgja og hlúa að hvort öðru og þremur öðrum börnum sínum. Því hefur verið hafin söfnun til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu Kvenfélagsins.
Auður Styrkársdóttir, langamma Víglundar, minnist hans í færslu á Facebook.
„Sá harmur er að okkur kveðinn að elskulegur sonardóttursonur, Víglundur Þorsteinsson, lést af slysförum þann 28. maí síðastliðinn, rétt tíu ára gamall.“
„Hann var dáðadrengur hinn mesti, hjálparhellan besta, ljúflingur sinnar ættar, ljómi sinnar sveitar. Hinn mætasti þjóðfélagsþegn. Minningin lifir. Við þökkum hverja stund,“ segir hún.
Upplýsingar um styrktarreikninginn á vegum kvenfélagsins eru eftirfarandi:
Kennitala: 700169-7239
Reikningsnúmer: 0325-22-001401