Á loks réttinn að öllum plötunum sínum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 22:26 Taylor Swift á loks réttinn að allri tónlistinni sinni. EPA Tónlistarkonan Taylor Swift hefur keypt réttindin að plötum sínum eftir sex ár og tvö eigendaskipti. Hún segir stærsta draum sinn hafa ræst. Fyrsta plötuútgáfufyrirtæki Swift, Big Machine, seldi umboðsmanninum Scooter Braun réttindin að plötunum sex árið 2019. Plöturnar fimm sem hún hefur gefið út síðan hafa verið gefnar út af Republic Records og á Swift sjálf réttindin. Swift tók einnig upp á því að taka aftur upp plöturnar og á tveimur árum gaf hún út sína útgáfu af plötunum Fearless, Red, Speak Now og 1989. Í nóvember árið 2020 ákvað Braun að selja fjárfestingarfyrirtækinu Shamrock Capital réttindin. Samkvæmt The Guardian keypti fyrirtækið réttindin fyrir þrjú hundruð milljónir bandarískra dollara eða rúma 38 milljarða íslenskra króna. Tónlistarkonan hefur nú keypt réttinn af Shamrock Capital og greiddi samkvæmt Billboard 360 milljónir dollara, tæpa 46 milljarða króna. Fyrirtækið hefur þó grætt mun meira á tónlistinni en talið er að Shamrock hafi grætt um þrjátíu milljónir dollara, tæpa fjóra milljarða króna, á ári á meðan þau áttu réttinn að tónlistinni. „Ég hætti næstum því að hugsa um að þetta gæti nokkurn tímann gerst, eftir tuttugu ár að hafa gulrótina innan seilingar og svo er henni kippt í burtu,“ segir Swift í tilkynningu til aðdáenda sinna. „Að segja að þetta sé stærsti draumur minn sem hefur ræst, þá er ég í raun og veru að vera fálát um það. Aðdáendur mínir vita hversu mikilvægt þetta er og hefur verið fyrir mig - svo mikilvægt að ég tók aftur upp og gaf út fjórar af plötunum mínum, kallaðar Taylor's Version.“ Tónlistarkonan hefur lengi verið vinsæl en sló öll met með tónleikaferðalagi sínu Eras Tour. Tónleikaferðalagið var það tekjuhæsta í sögunni og varð Swift milljarðamæringur þegar ferðalaginu lauk árið 2024. Hollywood Tónlist Bandaríkin Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Fleiri fréttir Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Sjá meira
Fyrsta plötuútgáfufyrirtæki Swift, Big Machine, seldi umboðsmanninum Scooter Braun réttindin að plötunum sex árið 2019. Plöturnar fimm sem hún hefur gefið út síðan hafa verið gefnar út af Republic Records og á Swift sjálf réttindin. Swift tók einnig upp á því að taka aftur upp plöturnar og á tveimur árum gaf hún út sína útgáfu af plötunum Fearless, Red, Speak Now og 1989. Í nóvember árið 2020 ákvað Braun að selja fjárfestingarfyrirtækinu Shamrock Capital réttindin. Samkvæmt The Guardian keypti fyrirtækið réttindin fyrir þrjú hundruð milljónir bandarískra dollara eða rúma 38 milljarða íslenskra króna. Tónlistarkonan hefur nú keypt réttinn af Shamrock Capital og greiddi samkvæmt Billboard 360 milljónir dollara, tæpa 46 milljarða króna. Fyrirtækið hefur þó grætt mun meira á tónlistinni en talið er að Shamrock hafi grætt um þrjátíu milljónir dollara, tæpa fjóra milljarða króna, á ári á meðan þau áttu réttinn að tónlistinni. „Ég hætti næstum því að hugsa um að þetta gæti nokkurn tímann gerst, eftir tuttugu ár að hafa gulrótina innan seilingar og svo er henni kippt í burtu,“ segir Swift í tilkynningu til aðdáenda sinna. „Að segja að þetta sé stærsti draumur minn sem hefur ræst, þá er ég í raun og veru að vera fálát um það. Aðdáendur mínir vita hversu mikilvægt þetta er og hefur verið fyrir mig - svo mikilvægt að ég tók aftur upp og gaf út fjórar af plötunum mínum, kallaðar Taylor's Version.“ Tónlistarkonan hefur lengi verið vinsæl en sló öll met með tónleikaferðalagi sínu Eras Tour. Tónleikaferðalagið var það tekjuhæsta í sögunni og varð Swift milljarðamæringur þegar ferðalaginu lauk árið 2024.
Hollywood Tónlist Bandaríkin Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Fleiri fréttir Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Sjá meira