Lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar skert Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. júní 2025 08:00 Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mosfellsbær Regína Ásvaldsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun