Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. júní 2025 21:17 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að „hinir meintu verkefnastjórar“ ættu mögulega að sækja „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“. Vísir/Einar Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. Frá áramótum hafa tólf frumvörp verið samþykkt og fimmtíu þingmál eru í nefndum. Þar af eru mörg stór og umdeild og það stærsta án efa veiðigjöldin sem búast má við að verði fyrirferðamikil miðað við að þingmenn settu met í lengd fyrstu umræðu. Í nefndum eru fleiri stór mál líkt og leigubifreiðafrumvarp innviðaráðherra sem bindur starfsleyfi við leigubílastöð, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. Ógrynni af málum bíður afgreiðslu nokkrum dögum fyrir sumarfrí þingsins. Ganga má út frá því að þingstörf muni lengjast fram á sumar. Víisr/Grafík Búvörulagafrumvarp sem fellir burt umdeildar breytingar fyrri ríkisstjórnar á búvörulögum og breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalögum, sem fela í sér að heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir alvarleg afbrot. Þar að auki bíða hátt í fimmtíu mál fyrstu umræðu, þar af stór hluti frá stjórnarandstöðu, og tuttugu mál bíða annarrar eða þriðju umræðu. Ríkisstjórn gagnrýnd Þónokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á þingfundi dagsins hve mörg stór og mikilvæg mál væru enn að berast í fyrstu umræðu í dag. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins og Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknar létu meðal annars heyra í sér. „Það eru að koma inn fjöldamörg ný mál frá ríkisstjórninni, til dæmis frumvarp um strandveiðar sem á eftir að mæla fyrir. Og ég bara spyr, hvernig ætla menn að ljúka þessu þingi?“ sagði Karl Gauti. „Hér köllum við eftir forgangsröðun um hvaða mál við viljum klára. Og hvaða mál er ásættanlegt að bíði haustsins,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina vegna frumvarps um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem sett var á dagskrá til fyrstu umræðu í dag. „Þetta er risa mál sem varðar hverja einustu manneskju á Íslandi og við erum að hefja fyrstu umræðu um það í dag,“ sagði Guðrún. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra svaraði henni fullum hálsi. „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að stjórnarandstaðan ætli í alvörunni að reyna að hafa af lífeyrisþegum þá fjóra milljarða sem er verið að tryggja þeim með þessu frumvarpi. Ætli í alvörunni að standa gegn því að við skilum lífeyrisþegum raunverulega þeim ávinningi sem stefnt var að með endurskoðun örorkulífeyriskerfisins.“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um málþóf. „Ef háttvirt stjórnarandstaða telur það til sóma að tefja lýðræðislega afgreiðslu mála hér inni á Alþingi Íslendinga, eins og hér hefur verið viðhaft, jafnvel mál sem öll stjórnarandstaðan er einhuga um. Fríverslunarsamningur við Tæland og hvað þá annað? Að geta eytt sex til átta klukkustundum. Þetta er lítilsvirðandi framkoma gagnvart þjóðinni allri.“ Þinglokum mögulega frestað um nokkra daga Þingmenn bæði meiri- og minnihlutans hafa sagst tilbúnir að funda langt fram á sumar sé á því þörf. Samkvæmt þingskapalögum á þinghlé að hefjast 1. júlí og ljúka 10. ágúst þannig að vel er hægt að funda fram að þeim tíma. Sigmar Guðmundsson og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddu við fréttamann í kvöldfréttum. Sigmar segir þingveturinn gjarnan enda með samkomulagi milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. „Það eru vissulega mörg mál eftir en það er engin nýlunda í því sem hér er í gangi,“ segir Sigmar sem segir líkur á nokkrum þingfundardögum í viðbót og að umræður dragist í einhverjum tilfellum fram á kvöld. Hildur hljómar ekki jafn bjartsýn. „Hin meinta verkstjórn ætti mögulega að taka einhvers konar byrjendanámskeið í verkefnastjórnun. Hér hefur ekki verið haldið nógu vel á spilunum og það að það séu enn að koma risastór kerfismál inn á þingið í fyrstu umræðu, það er nýlunda,“ segir Hildur. „Það er auðvitað bara vanvirðing við þingið, vanvirðing við þingsköpin og þann ramma sem þingsköpin gefa lýðræðislegri umræðu hér.“ Þrátt fyrir það tekur hún undir með Sigmari að í hvert skipti náist samningar um þinglok, hún geri ráð fyrir að þau nálgist en það sé meirihlutans að bjóða til þess samtals. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Frá áramótum hafa tólf frumvörp verið samþykkt og fimmtíu þingmál eru í nefndum. Þar af eru mörg stór og umdeild og það stærsta án efa veiðigjöldin sem búast má við að verði fyrirferðamikil miðað við að þingmenn settu met í lengd fyrstu umræðu. Í nefndum eru fleiri stór mál líkt og leigubifreiðafrumvarp innviðaráðherra sem bindur starfsleyfi við leigubílastöð, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. Ógrynni af málum bíður afgreiðslu nokkrum dögum fyrir sumarfrí þingsins. Ganga má út frá því að þingstörf muni lengjast fram á sumar. Víisr/Grafík Búvörulagafrumvarp sem fellir burt umdeildar breytingar fyrri ríkisstjórnar á búvörulögum og breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalögum, sem fela í sér að heimilt verður að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir alvarleg afbrot. Þar að auki bíða hátt í fimmtíu mál fyrstu umræðu, þar af stór hluti frá stjórnarandstöðu, og tuttugu mál bíða annarrar eða þriðju umræðu. Ríkisstjórn gagnrýnd Þónokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á þingfundi dagsins hve mörg stór og mikilvæg mál væru enn að berast í fyrstu umræðu í dag. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins og Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknar létu meðal annars heyra í sér. „Það eru að koma inn fjöldamörg ný mál frá ríkisstjórninni, til dæmis frumvarp um strandveiðar sem á eftir að mæla fyrir. Og ég bara spyr, hvernig ætla menn að ljúka þessu þingi?“ sagði Karl Gauti. „Hér köllum við eftir forgangsröðun um hvaða mál við viljum klára. Og hvaða mál er ásættanlegt að bíði haustsins,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina vegna frumvarps um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem sett var á dagskrá til fyrstu umræðu í dag. „Þetta er risa mál sem varðar hverja einustu manneskju á Íslandi og við erum að hefja fyrstu umræðu um það í dag,“ sagði Guðrún. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra svaraði henni fullum hálsi. „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að stjórnarandstaðan ætli í alvörunni að reyna að hafa af lífeyrisþegum þá fjóra milljarða sem er verið að tryggja þeim með þessu frumvarpi. Ætli í alvörunni að standa gegn því að við skilum lífeyrisþegum raunverulega þeim ávinningi sem stefnt var að með endurskoðun örorkulífeyriskerfisins.“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um málþóf. „Ef háttvirt stjórnarandstaða telur það til sóma að tefja lýðræðislega afgreiðslu mála hér inni á Alþingi Íslendinga, eins og hér hefur verið viðhaft, jafnvel mál sem öll stjórnarandstaðan er einhuga um. Fríverslunarsamningur við Tæland og hvað þá annað? Að geta eytt sex til átta klukkustundum. Þetta er lítilsvirðandi framkoma gagnvart þjóðinni allri.“ Þinglokum mögulega frestað um nokkra daga Þingmenn bæði meiri- og minnihlutans hafa sagst tilbúnir að funda langt fram á sumar sé á því þörf. Samkvæmt þingskapalögum á þinghlé að hefjast 1. júlí og ljúka 10. ágúst þannig að vel er hægt að funda fram að þeim tíma. Sigmar Guðmundsson og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformenn Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddu við fréttamann í kvöldfréttum. Sigmar segir þingveturinn gjarnan enda með samkomulagi milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. „Það eru vissulega mörg mál eftir en það er engin nýlunda í því sem hér er í gangi,“ segir Sigmar sem segir líkur á nokkrum þingfundardögum í viðbót og að umræður dragist í einhverjum tilfellum fram á kvöld. Hildur hljómar ekki jafn bjartsýn. „Hin meinta verkstjórn ætti mögulega að taka einhvers konar byrjendanámskeið í verkefnastjórnun. Hér hefur ekki verið haldið nógu vel á spilunum og það að það séu enn að koma risastór kerfismál inn á þingið í fyrstu umræðu, það er nýlunda,“ segir Hildur. „Það er auðvitað bara vanvirðing við þingið, vanvirðing við þingsköpin og þann ramma sem þingsköpin gefa lýðræðislegri umræðu hér.“ Þrátt fyrir það tekur hún undir með Sigmari að í hvert skipti náist samningar um þinglok, hún geri ráð fyrir að þau nálgist en það sé meirihlutans að bjóða til þess samtals.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira