Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 22:32 Björgvin Sævarsson keyrir um bæinn á Teslu með einkanúmerinu TRUMP. Vísir/Stefán Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað? Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra. Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra.
Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira