Vindhögg Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. júní 2025 15:31 Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Hefði Viðskiptaráð lesið frumvarpið með fyrrgreindum lögum ætti það að vera þeim ljóst að markmið og uppbygging laganna er í fullu í samræmi við reglur EES samningsins um ríkisaðstoð enda ávarpað sérstaklega í greinargerðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðskiptaráð hefur alltaf verið á móti viðráðanlegu leiguhúsnæði enda gætir það hagsmuna þeirra sem hagnast hafa vel á núverandi ástandi. Nú 10 árum síðar dregur ráðið upp úr hatti sínum nýjar lagatæknilegar hártoganir. Húsnæði er mannréttindamál, ekki forréttindi Húsnæði er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Húsnæðisöryggi telst til grunnréttinda og án þeirra má segja að allur annar félagslegur stuðningur eigi á hættu að missa marks. Segja má að stór hluti af stjórnmálasögu eftirstríðsáranna í Evrópu snúist um húsnæðismál. Með stóran hluta álfunnar sprengdan í tætlur og milljónir heimilislausra á vergangi eftir hörmungar stríðsins tóku þau ríki forskot í uppbyggingunni sem sáu til þess að stór hluti uppbyggingar yrði á félagslegum grunni. Má í því samhengi nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Sviss. Ríki sem voru svo lánsöm að eiga framsýna stjórnmálamenn sem sáu verðmætið í því að byggja fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi varð stórsókn hjá almennum óhagnaðardrifnum íbúðafélögum sem sáu fólki fyrir öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í regluverkinu var það svo tryggt að allur ágóði og verðmæti sem varð til innan þess var áfram inni í kerfinu til styrkingar þess og frekari uppbyggingar sem komandi kynslóðir vinnandi fólks myndu njóta ávinningsins af. Í Danmörku einni í dag eru 600.000 almennar íbúðir í notkun sem hýsa 1/6 íbúa landsins (milljón manns) og meðaltals mánaðarleiga á 85fm fjölskylduíbúð er 140.000 kr. (7.200 DKK1). Þökk sé framsýnu og félagslega þenkjandi stjórnmálafólki sem sá verðmætin í því að byggja upp kerfi sem flytur hagnað og ávinning á milli kynslóða. Eyðileggingarmáttur frjálshyggjunnar Á Íslandi var til vísir að almennu íbúðakerfi sem hét Verkamannabústaðir sem varð fórnarlamb skyndigróðahugmynda frjálshyggjunnar. Því má segja að þurft hafi að byrja upp á nýtt árið 2016 þegar lög um almennar íbúðir voru sett. Bjarg íbúðafélag var í kjölfarið stofnað en það er einungis hluti af almenna íbúðakerfinu því innan þess eru byggðar íbúðir fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og þá sem eru innan tekju- og eignamarka. Meira segja Viðskiptaráð getur stofnað húsnæðissamvinnufélag og byggt fyrir tekjulága félagsmenn. Hvað ætlar Viðskiptaráð að gera til Brussel? Hinum frjálsa markaði hefur ekki tekist að leysa húsnæðisvandann, hvorki á Íslandi né í Evrópu. Meira að segja Evrópusambandið er að átta sig á þessu en Evrópuþingið samþykkti yfirlýsingu árið 20212 þar sem það skoraði á Framkvæmdastjórn ESB og öll aðildarríkin að lýsa réttinn til húsnæðis sem eitt af grundvallarréttindum innan sambandsins. Framkvæmdastjórn sú sem tók við árið 2024 er jafnframt með í sinni stefnuskrá3 að ganga til verka gegn húsnæðiskreppunni sem ríkir víða í álfunni og eitt af því sem hún nefnir er einmitt að tryggja betur að réttarheimildir um bann við ríkisaðstoð þvælist ekki í vegi fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Við þetta má svo bæta í samhengi við framangreint að skipaður hefur verið í fyrsta sinn sérstakur ráðunautur húsnæðismála á vettvangi ESB4 og hann er einmitt Daninn Dan Jörgensen. Í ljósi framangreinds er vandséð að Viðskiptaráð hafi nokkuð að gera til Brussel. Húsnæði fyrir vinnandi fólk er forsenda samkeppnishæfni og öflugs atvinnulífs Þær áskoranir sem blasa við í íslensku samfélagi vegna stöðunnar í húsnæðismálum er sameiginlegur vandi okkar allra, bæði launafólks og atvinnulífs. Vinnandi fólk skapar verðmætin og slæm staða húsnæðismála skapar spennu á öllum sviðum okkar annars ágæta samfélags sem hefur neikvæð áhrif á velferð fólks og um leið á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Skortur á húsnæði stendur uppbyggingu fjölmargra fyrirtækja fyrir þrifum. Þessu er erfitt að vera ósammála. Þeir einu sem hagnast á óbreyttu ástandi án stórsóknar á vettvangi félagsleg húsnæðis og almennra íbúða eru lóðabraskarar. Eru það kannski hagsmunir þeirra sem Viðskiptaráð er að gæta? Á komandi dögum mun undirritaður fjalla meira um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum. Höfundur er forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Húsnæðismál Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Hefði Viðskiptaráð lesið frumvarpið með fyrrgreindum lögum ætti það að vera þeim ljóst að markmið og uppbygging laganna er í fullu í samræmi við reglur EES samningsins um ríkisaðstoð enda ávarpað sérstaklega í greinargerðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðskiptaráð hefur alltaf verið á móti viðráðanlegu leiguhúsnæði enda gætir það hagsmuna þeirra sem hagnast hafa vel á núverandi ástandi. Nú 10 árum síðar dregur ráðið upp úr hatti sínum nýjar lagatæknilegar hártoganir. Húsnæði er mannréttindamál, ekki forréttindi Húsnæði er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Húsnæðisöryggi telst til grunnréttinda og án þeirra má segja að allur annar félagslegur stuðningur eigi á hættu að missa marks. Segja má að stór hluti af stjórnmálasögu eftirstríðsáranna í Evrópu snúist um húsnæðismál. Með stóran hluta álfunnar sprengdan í tætlur og milljónir heimilislausra á vergangi eftir hörmungar stríðsins tóku þau ríki forskot í uppbyggingunni sem sáu til þess að stór hluti uppbyggingar yrði á félagslegum grunni. Má í því samhengi nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Sviss. Ríki sem voru svo lánsöm að eiga framsýna stjórnmálamenn sem sáu verðmætið í því að byggja fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi varð stórsókn hjá almennum óhagnaðardrifnum íbúðafélögum sem sáu fólki fyrir öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í regluverkinu var það svo tryggt að allur ágóði og verðmæti sem varð til innan þess var áfram inni í kerfinu til styrkingar þess og frekari uppbyggingar sem komandi kynslóðir vinnandi fólks myndu njóta ávinningsins af. Í Danmörku einni í dag eru 600.000 almennar íbúðir í notkun sem hýsa 1/6 íbúa landsins (milljón manns) og meðaltals mánaðarleiga á 85fm fjölskylduíbúð er 140.000 kr. (7.200 DKK1). Þökk sé framsýnu og félagslega þenkjandi stjórnmálafólki sem sá verðmætin í því að byggja upp kerfi sem flytur hagnað og ávinning á milli kynslóða. Eyðileggingarmáttur frjálshyggjunnar Á Íslandi var til vísir að almennu íbúðakerfi sem hét Verkamannabústaðir sem varð fórnarlamb skyndigróðahugmynda frjálshyggjunnar. Því má segja að þurft hafi að byrja upp á nýtt árið 2016 þegar lög um almennar íbúðir voru sett. Bjarg íbúðafélag var í kjölfarið stofnað en það er einungis hluti af almenna íbúðakerfinu því innan þess eru byggðar íbúðir fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og þá sem eru innan tekju- og eignamarka. Meira segja Viðskiptaráð getur stofnað húsnæðissamvinnufélag og byggt fyrir tekjulága félagsmenn. Hvað ætlar Viðskiptaráð að gera til Brussel? Hinum frjálsa markaði hefur ekki tekist að leysa húsnæðisvandann, hvorki á Íslandi né í Evrópu. Meira að segja Evrópusambandið er að átta sig á þessu en Evrópuþingið samþykkti yfirlýsingu árið 20212 þar sem það skoraði á Framkvæmdastjórn ESB og öll aðildarríkin að lýsa réttinn til húsnæðis sem eitt af grundvallarréttindum innan sambandsins. Framkvæmdastjórn sú sem tók við árið 2024 er jafnframt með í sinni stefnuskrá3 að ganga til verka gegn húsnæðiskreppunni sem ríkir víða í álfunni og eitt af því sem hún nefnir er einmitt að tryggja betur að réttarheimildir um bann við ríkisaðstoð þvælist ekki í vegi fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Við þetta má svo bæta í samhengi við framangreint að skipaður hefur verið í fyrsta sinn sérstakur ráðunautur húsnæðismála á vettvangi ESB4 og hann er einmitt Daninn Dan Jörgensen. Í ljósi framangreinds er vandséð að Viðskiptaráð hafi nokkuð að gera til Brussel. Húsnæði fyrir vinnandi fólk er forsenda samkeppnishæfni og öflugs atvinnulífs Þær áskoranir sem blasa við í íslensku samfélagi vegna stöðunnar í húsnæðismálum er sameiginlegur vandi okkar allra, bæði launafólks og atvinnulífs. Vinnandi fólk skapar verðmætin og slæm staða húsnæðismála skapar spennu á öllum sviðum okkar annars ágæta samfélags sem hefur neikvæð áhrif á velferð fólks og um leið á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Skortur á húsnæði stendur uppbyggingu fjölmargra fyrirtækja fyrir þrifum. Þessu er erfitt að vera ósammála. Þeir einu sem hagnast á óbreyttu ástandi án stórsóknar á vettvangi félagsleg húsnæðis og almennra íbúða eru lóðabraskarar. Eru það kannski hagsmunir þeirra sem Viðskiptaráð er að gæta? Á komandi dögum mun undirritaður fjalla meira um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum. Höfundur er forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun