Heilbrigðistækni getur gjörbylt aðgengi og gæðum í heilbrigðisþjónustu Erla Tinna Stefánsdóttir skrifar 13. júní 2025 12:32 Við lifum á tímum hraðra breytinga. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir djúpstæðum áskorunum að mörgu leyti, og birtast þær meðal annars í mannauðsskorti, síauknum þrýstingi á meira fjármagn og breyttum væntingum og kröfum almennings. En í miðju þessa umróts glittir líka í einstök tækifæri. Tækni, og þá sérstaklega heilbrigðistækni, getur átt ríkan þátt í að leysa þær stóru áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Hvort sem það er notkun gervigreindar, annarra gagnalausna, fjarheilbrigðistækni eða nýrra samskiptaforma, þá getur heilbrigðistækni gjörbylt aðgengi og gæðum og aukið skilvirkni í heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tæknilausnir séu þróaðar með þarfir notenda í fyrirrúmi og að þær mæti raunverulegum áskorunum innan kerfisins og að hið opinbera styðji við þróun þeirra með skýru regluverki og raunhæfum samningum. Ísland býr yfir sérstöðu sem getur styrkt stöðu heilbrigðistækniiðnaðar og bætt skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, meðal annars hátt menntunarstig, þróað heilbrigðiskerfi og jákvætt viðhorf almennings til tækninýjunga. Þetta skapar aðstæður til nýsköpunar og prófana heilbrigðistæknilausna sem geta skilað árangri bæði innanlands og á alþjóðavísu. Til að nýta tækifærin til fulls þarf að efla aðgengi að fjármagni og sérfræðiþekkingu, festa í sessi skattahvata til rannsókna og þróunar, tryggja áframhaldandi stuðning við nýsköpunarklasa og vísindagarða, og síðast en alls ekki síst; skýra stefnumörkun stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og hagnýtingar heilbrigðistæknilausna.. Heilbrigðistækni er í miklum vexti hér á landi og getur orðið ein af mikilvægustu vaxtargreinum til framtíðar hér á landi, ásamt því að auka hagræði í ríkisrekstri. Með markvissum aðgerðum, samstarfi við stjórnvöld og fjárfestingu í nýsköpun getur Ísland skapað sér sérstöðu sem sveigjanlegt þróunarumhverfi og þekkingarsamfélag á sviði heilbrigðistækni. Samtök iðnaðarins munu áfram vinna að því að styðja við vöxt íslensks heilbrigðistækniiðnaðar, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja að rödd greinarinnar heyrist við mótun stefnu í heilbrigðismálum og nýsköpun á Íslandi. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum hraðra breytinga. Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir djúpstæðum áskorunum að mörgu leyti, og birtast þær meðal annars í mannauðsskorti, síauknum þrýstingi á meira fjármagn og breyttum væntingum og kröfum almennings. En í miðju þessa umróts glittir líka í einstök tækifæri. Tækni, og þá sérstaklega heilbrigðistækni, getur átt ríkan þátt í að leysa þær stóru áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Hvort sem það er notkun gervigreindar, annarra gagnalausna, fjarheilbrigðistækni eða nýrra samskiptaforma, þá getur heilbrigðistækni gjörbylt aðgengi og gæðum og aukið skilvirkni í heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að tæknilausnir séu þróaðar með þarfir notenda í fyrirrúmi og að þær mæti raunverulegum áskorunum innan kerfisins og að hið opinbera styðji við þróun þeirra með skýru regluverki og raunhæfum samningum. Ísland býr yfir sérstöðu sem getur styrkt stöðu heilbrigðistækniiðnaðar og bætt skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, meðal annars hátt menntunarstig, þróað heilbrigðiskerfi og jákvætt viðhorf almennings til tækninýjunga. Þetta skapar aðstæður til nýsköpunar og prófana heilbrigðistæknilausna sem geta skilað árangri bæði innanlands og á alþjóðavísu. Til að nýta tækifærin til fulls þarf að efla aðgengi að fjármagni og sérfræðiþekkingu, festa í sessi skattahvata til rannsókna og þróunar, tryggja áframhaldandi stuðning við nýsköpunarklasa og vísindagarða, og síðast en alls ekki síst; skýra stefnumörkun stjórnvalda í málefnum heilbrigðiskerfisins og hagnýtingar heilbrigðistæknilausna.. Heilbrigðistækni er í miklum vexti hér á landi og getur orðið ein af mikilvægustu vaxtargreinum til framtíðar hér á landi, ásamt því að auka hagræði í ríkisrekstri. Með markvissum aðgerðum, samstarfi við stjórnvöld og fjárfestingu í nýsköpun getur Ísland skapað sér sérstöðu sem sveigjanlegt þróunarumhverfi og þekkingarsamfélag á sviði heilbrigðistækni. Samtök iðnaðarins munu áfram vinna að því að styðja við vöxt íslensks heilbrigðistækniiðnaðar, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og tryggja að rödd greinarinnar heyrist við mótun stefnu í heilbrigðismálum og nýsköpun á Íslandi. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun