Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Helgi Héðinsson skrifar 15. júní 2025 14:03 Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun