Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:31 Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun