Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 14:31 Jói Pé og Króli troða upp á lýðveldishátíð í tívolíinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Króli Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur víðar en á Íslandi. Í tívolíinu í Kaupmannahöfn fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins þar sem Helgi Björnsson, karlakórinn Fóstbræður og Jói Pé og Króli koma fram. Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld. 17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld.
17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28