Trump fundar með þjóðaröryggisráði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2025 19:52 Hermaður vaktar fundarherbergið. AP Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira