Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 17:11 Vahid Ahmadsomali er 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi. Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“ Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“
Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira