Sígríðar hefur verið saknað síðan á föstudagskvöld og er síðast vitað um ferðir hennar á Digranesheiði í Kópavogi. Leit að henni hefur staðið yfir síðustu daga en björgunarsveitarmenn leituðu í Elliðaárdal stóran part gærdagsins.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir þyrluna hafa tekið á loft upp úr hálffimm í dag og kannar nokkra staði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður, er um 170 cm á hæð, þéttvaxin, gráhærð með rauðar strípur í axlarsíðu hárinu. Sigríður er í talin vera klædd í gráum þunnum jakka, sem nær að hnjám, með hettu en blómaútsaumuðum ermum. Hún er klædd í svarta skó og með litríka hliðartösku.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðin að hafa samband við lögregluna í síma 112 eða 444 1000 eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is